Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Tuesday, August 3, 2010

Nýjungar í hrönnum...

Jæja, nú fer þetta að verða flókið. Þar sem við erum allar að renna inn í sams konar fæðisáherslu (sem til upprifjunar er fjölbreytt fæði en lítið um sætindi og hnetur) finnst mér að ég verði nú að innlima skrif um þá yngstu okkar inn í þessa skráningu alla. Að auki eru nýjungar að bætast við í hrönnum og allt utanumhald semsagt að verða flóknara á sama tíma og ég hef minni og minni tíma, enda að fara að flytja úr landi eftir aðeins 4 vikur.

Sem dæmi má nefna að þetta eru bætiefni sem ég hef verið að byrja á en skortir skipulag til að nota reglubundið og fyrir okkur allar:
  • BioKult (próbíótísk bætiefni)
  • Betaine HCl (meltingarensím)
  • Hampolía (Ómega fitusýrur)
  • Udo's 3-6-9 (Ómega fitusýrur)
  • Blue Ice gerjað lýsi (Ómega fitusýrur, D-vítamín og svo margt fleira!)
  • Súrkálssafi (próbíótísk virkni)
  • Kókosolía (fitusýrur og hreinsandi virkni)
... ég kemst bara hreinlega ekki yfir þetta allt. Byrjaði í dag að krota á blað hvað hver okkar fékk... en komst svo sem ekki yfir margt.

Við fengum allar smá Betaine og BioKult. Þær fúlsa við hylkjum en elska báðar BioKult á tunguna en finnst meltingarensímin hins vegar mesta óæti. Sú eldri svælir þeim þó í sig ef þeim er hellt út í vatn.

Sú yngri elskar kókosolíuna en sú eldri kúgast af henni - dæmið snýst svo við þegar súrkálssafi er annars vegar... og svona er þetta upp og ofan, nenni ekki að fara í allt.

Mér finnst olíurnar ógeð en það kemur mér á óvart hvað fyrirbærið með ólystuga heitinu gerjað lýsi er lítið vont... ekki beint gott, en mun betra þó en t.d. jurtaolíurnar (nema kókosolían, hún er góð en rotar mig).

Ég var minna hress í dag en í gær, en meira hress en suma daga þar á undan.

Hægðir fjölskyldunnar eftir atvikum, fínar hjá litlu, sæmilegar (dálítið blandaðar) hjá þeirri eldri og eh... fjarverandi hjá mér (pent orðað?).

En já, nú er baðið mitt farið að bíða og best að hespa einhverri matarskráningu af.

Matseðillinn

Morgunmatur minn: Rest af foldaldafillé gærkvöldsins, með tilheyrandi grænmeti og graskeri
Morgunmatur barnanna: Graskersbrauð (bakað seint í gærkvöldi) og sú yngri fékk venjulegt lífrænt smjör á brauðið

Hádegismatur minn og þeirrar yngri: Hjallaþurrkaður steinbítur
Hádegismatur eldri dóttur minnar: Lambahakkskássa (frá því fyrir útlandaferð, var í frysti)

Síðdegisverður minn og eldri dóttur minnar: Óreyktar, aukaefnalausar Kjötpólspylsur án skinns (eftir því sem við gátum náð því af, gekk ekki alveg jafn vel og í gær). Meðlæti: linsoðið egg og smá graskersmauk
Síðdegisverður yngri: Linsoðið egg, banani, graskersbrauð með lífrænu smjöri

Kvöldmatur: Ofnbakaður (já, -bakaður, ekki -soðinn!) lax með fersku dilli, soðnar gulrætur, graskersmauk (fyrir mig) og lárperumauk (fyrir þær).

Eftirréttur: Graflax

Kjötsoð: Lambakjötssoð

Böð: Eldri dóttir mín fór í Epsombað í morgun og var eftir það fín í húðinni, en fór svo að klæja þegar á leið og fékk matarsótabað undir kvöldið. Ég er að fara í bað núna og held að ég fái mér sóta... þó að mér líði alltaf best eftir Epsombaðið. En það er víst mikilvægt að skipta og breyta til, rótera dálítið.

1 comment:

  1. Vá er gott að vera aftur með fyrrverandi mína, þakka þér dr. Ekpen fyrir hjálpina, ég vil bara láta þig vita að þetta er að lesa þessa færslu ef þú ert með mál með elskhuganum þínum og leiðir til skilnaðar og þú gerir það ekki Vilja skilnaðinn, Dr Ekpen er svarið við vandamálið. Eða þú ert nú þegar skilnaður og þú vilt samt að hafa samband við hann. Dr Ekpen stafrænar rifrildi núna (ekpentemple@gmail.com) eða whatsapp hann á +2347050270218 og þú verður klæddur sem þú gerðir.

    ReplyDelete