Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...
Showing posts with label Graflax. Show all posts
Showing posts with label Graflax. Show all posts

Thursday, August 5, 2010

Bloggið gírað niður

Vitiði... eins og ég legg mig fram við þetta blogg og reyni að vera skýr, nákvæm, upplýsandi og svo framvegis, þá held ég að ég verði bara að gera smá pass núna.

Ég hef innan við 4 vikur þar til ég þarf að vera flutt út úr núverandi íbúð og inn í aðra sem ég er ekki búin að finna og meiningin er að hún verði í Noregi, þar á ofan. Ég þarf að pakka, skipta búslóð, ganga frá skilnaði að borði og sæng, flytja, redda plöggum og pappírum, elda eins og vindurinn, ganga frá ótal lausum endum og svo framvegis og svo framvegis. Þess má líka geta að ég er að undirbúa GAPS-barnaafmæli um helgina, með öllu sem því tilheyrir (t.d. endalausar hnetur, möndlur og fræ á ýmsum stigum bleytis og þurrkunar...)

Ég er enn frekar slöpp og sólarhringurinn er einfaldlega of stuttur fyrir þetta allt - held þess vegna að ég verði einfaldlega að leyfa mér að raða þessu bloggi aðeins aftar í forgangsröðina en það hefur verið.

Það gæti þýtt að færslur verða strjálari og bloggreynsla mín segir mér líka að heimsóknum fækkar í samræmi við þannig... sem er alltaf dálítið sorglegt, en þannig er víst lífið stundum ;-)

Í mjög stuttu máli halda tilraunir með nýjungar áfram.

Í ljós hefur komið að hvorki ég né eldri stelpan þolum graflaxinn mjög vel, né heldur safann úr fáeinum nýtíndum kræki- og bláberjum.

Hins vegar kom gulrótarsafinn vel út, sem og bætiefnin öll sömul.

Nýjasta nýtt er... haldið ykkur fast... hrá lifur. Já, ég er ekkert að djóka, sko, ég og Hannibal Lecter erum komin á sama plan. Læt ykkur vita þegar ég get eitthvað sagt til um árangurinn af einhverri vissu.

Bað dagsins er óðum að fyllast, ætla að smella mér í það og svo að SOFA.