Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...
Showing posts with label Sterakrem. Show all posts
Showing posts with label Sterakrem. Show all posts

Wednesday, July 7, 2010

Dagur 30

Goddag, goddag.

Nú hefur sterakrem verið borið þrisvar á húð barnsins. Húðin er öll önnur. Strax í morgun (eftir eina áburðarumferð) var glögglega greinanlegur munur. Mér var mjög létt.

Sjálf segist hún ekki viss. Klæjar enn svolítið og kroppar mikið í flagnandi skinn.

En bíðum nú við. Ég var svosem ekki með hana mikið í dag, þar sem lunginn úr deginum fór í atvinnuleit. En barnapían tilkynnti nýjar hæðir í óþekkt og ,,ofvirkni" eins og hún orðaði það. Sjálf varð ég undir kvöldið vör við smá skapgerðarbresti sem ekki hefur mikið bólað á upp á síðkastið, til dæmis geðveikislegan kjánahlátur og fleira gamalkunnugt. Ég tek það fram að ég átti ekki von á neinu svona, allrasíst strax og það var ekki fyrr en ég ræddi við barnapíuna að á mig fóru að renna tvær grímur. Samt... það er of snemmt að álykta neitt. Við sjáum hvað setur. Hún hafði hægðir í morgun, þær voru ekki fullkomnar eins og í undanfarin skipti, en það þarf ekki að þýða neitt sérstakt heldur. Látum ganga fyrir núna að ná húðinni í samt lag.

Matseðillinn

Morgunmatur barnsins: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti
Morgunmatur minn: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti, nokkrir bitar af lífrænni lárperu og 2 linsoðin egg.

Hádegismatur minn (snæddur á sporvagnsstoppistöð við Trondheimsveien): Ofnsoðnar kjúllabringur í grænmeti
Hádegis- og síðdegisverður barnsins: Maukuð nautahakkskássa

Kvöldverður minn: Ný nautahakkskássa
Kvöldverður barnsins: Nýja nautahakkskássan maukuð

Soð dagsins: Síðustu droparnir af kjúklingabeinasoðinu - og nú erum við uppiskroppa

Ekkert bað en ég setti egg í hárið á henni í kvöld (þvoði semsagt hárið)