Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Wednesday, July 7, 2010

Dagur 30

Goddag, goddag.

Nú hefur sterakrem verið borið þrisvar á húð barnsins. Húðin er öll önnur. Strax í morgun (eftir eina áburðarumferð) var glögglega greinanlegur munur. Mér var mjög létt.

Sjálf segist hún ekki viss. Klæjar enn svolítið og kroppar mikið í flagnandi skinn.

En bíðum nú við. Ég var svosem ekki með hana mikið í dag, þar sem lunginn úr deginum fór í atvinnuleit. En barnapían tilkynnti nýjar hæðir í óþekkt og ,,ofvirkni" eins og hún orðaði það. Sjálf varð ég undir kvöldið vör við smá skapgerðarbresti sem ekki hefur mikið bólað á upp á síðkastið, til dæmis geðveikislegan kjánahlátur og fleira gamalkunnugt. Ég tek það fram að ég átti ekki von á neinu svona, allrasíst strax og það var ekki fyrr en ég ræddi við barnapíuna að á mig fóru að renna tvær grímur. Samt... það er of snemmt að álykta neitt. Við sjáum hvað setur. Hún hafði hægðir í morgun, þær voru ekki fullkomnar eins og í undanfarin skipti, en það þarf ekki að þýða neitt sérstakt heldur. Látum ganga fyrir núna að ná húðinni í samt lag.

Matseðillinn

Morgunmatur barnsins: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti
Morgunmatur minn: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti, nokkrir bitar af lífrænni lárperu og 2 linsoðin egg.

Hádegismatur minn (snæddur á sporvagnsstoppistöð við Trondheimsveien): Ofnsoðnar kjúllabringur í grænmeti
Hádegis- og síðdegisverður barnsins: Maukuð nautahakkskássa

Kvöldverður minn: Ný nautahakkskássa
Kvöldverður barnsins: Nýja nautahakkskássan maukuð

Soð dagsins: Síðustu droparnir af kjúklingabeinasoðinu - og nú erum við uppiskroppa

Ekkert bað en ég setti egg í hárið á henni í kvöld (þvoði semsagt hárið)

No comments:

Post a Comment