Litla skottið mitt (það yngra) smellti kossi á kinn mér og hljóp af stað að leika sér svo til um leið og ég kom með hana á leikskólann. Það er ekki dæmigerð morgunhegðun. Ég dró þá ályktun að helgin hefði ekki verið sérstaklega skemmtileg hjá henni...
En í dag var merkisdagur hjá okkur Inngangsmæðgum. Í dag fórum við yfir á stig 2. Fyrir þá sem ekki eiga biblíuna The GAPS Guide þá er þetta það sem má láta ofan í sig á stigi 1:
- Soðið kjöt
- Soðinn fiskur
- Soðið grænmeti
- Engiferte
- Kjötsoð
- Súpur (úr einhverju af ofantöldu)
- Já og svo smá probiotics (t.d. súrkál eða duft)
- Hráum eggjarauðum
- Linsoðnum eggjum
- Kássum
- Gerjaðri síld, sardínum eða öðrum fiski
- Meira súrkáli (ss. stærri skammtur en á stigi 1)
- Ghee-i (fallbeygist það, annars?)
Við vöknuðum frekar seint og eftir leikskólaskutl og morgunmat settist ég við vinnu. Dagskrá barnsins var (í þessari röð):
- Leiðin til Gayu (vídeó)
- 1 og ½ Latabæjarþáttur (DVD)
- Kjúklingaleggjamáltíð
- Út að leika
- Svínalundamáltíð
- Bíltúr með mér að ná í litlu systur og útrétta hist og her
- Heim að upplifa vonbrigði yfir að HM hefði étið barnatímann
- Kássumáltíð
- Stólpípa
- Bað
- Beint upp í rúm
Sjálf hef ég verið með allstuttan þráð í dag og í gær. Ég þoli líka hljóðáreiti illa. Þokan í heilabúinu, liðverkir, orkuleysi og syfja eiga eflaust sinn þátt í því. Plús það að þetta síðasta verkefni sem ég er að ljúka í vinnunni minni ætlar ALDREI að verða búið. Alltaf þegar ég held að ég sjái fyrir endann... þá bætast við flækjur. Ég er komin tveimur vikum á eftir áætlun og þar með tveimur vikum á eftir með ansi margt í mínu lífi!!!
Svo fékk ég einhverjar hjartsláttartruflanir í kvöld. Það hljómar rosa dramatískt, veit svo sem ekki hvaða nafni ég á að kalla það. Líður líka eins og ég sé sólbrunnin í framan, sem er frekar spes því ég hef ekki séð sól í marga daga.
Mér fannst kvöldverðarkássan fáránlega góð. Það sýnir e.t.v. hve lítið þarf til að gleðja þegar einhæfnin er farin að verða þrúgandi...
Eitt enn: Kláði og útbrot virtust aukast hjá stelpunni eftir því sem leið á daginn. Í lokin, þegar hún var að fara upp í rúm, var hún farin að klóra sér allt að því jafn mikið og fyrir viku. Veit ekki hvað veldur en eggjarauðan frá því í morgun liggur helst undir grun og ég set því egg í straff í bili.
Matseðill dagsins
Morgunmatur: Rest af kálfafillé + kjúklingaleggir og grænmeti frá því í gær
Hádegismatur: Ofnsoðnir kjúklingaleggir + ofnsoðið grænmeti
Síðdegisverður: Ofnsoðið svínafillé + ofnsoðinn kúrbítur
Kvöldmatur: Kássa! Innihald: Svínahakk, brokkólí, gul paprika, steinselja, hvítlaukur, salt + pipar – allt maukað og soðið í potti
Kjötsoð dagsins: Nautabeinasoð
Bað dagsins: Matarsótabað