Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Wednesday, June 9, 2010

Dagur 2

Dagur 2 svo til liðinn.

Morgunmatur: Köld soðin paprika + gulrætur (rest frá því með kvöldmatnum í gærkvöldi)
Hádegismatur: Kúrbíts-, papriku- og kjötsoðssúpa
Kvöldmatur: Ofnsoðinn silungur með soðnu grænmeti (papriku og gulrótum)

Kjötsoð dagsins: Restin af nautabeinasoðinu frá því í gær framan af og kjúklingabeinasoð seinni partinn.

Baðsalt dagsins: Epsom

Líðan mín: Sæmileg eftir atvikum. Talsvert máttleysi, utanviðmigheit og svimi. Magaverkir.

Líðan dóttur minnar: Öllu verri. Yfirgengilegt máttleysi og lystarleysi. Svaf frameftir í morgun (sem er mjög ólíkt henni) og í nærri 4 klst samfleytt í dag. Gubbaði kvöldmatnum. Sefur uppi í hjá mér í nótt.

Dóttir mín hefur þar að auki verið frekar þyrst. Ég er að reyna að finna út hvað er óhætt að gefa henni á þessum tímapunkti (samkvæmt fæðuútlínunum) til að fyrirbyggja ofþornun. Veit ekki hvort saltlausn með sítrónusafa er í lagi, fólk talar um það á vefnum, en skv. inngangsferlinu er ferskur ávaxtasafi ekki í boði strax... spurning hvort sérstaða sítróna (basísk náttúra og allt það) gerir þær nógu spes til að vera undanþága...?

No comments:

Post a Comment