Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Sunday, June 13, 2010

Dagur 6

Jei, ég er komið með fyrsta kommentið á þetta blogg (sjá síðustu færslu)! Takk, Hildur ;-)

Þessi dagur var fremur frábrugðinn hinum. Ekki bara af því að það er helgi.

Fyrir það fyrsta var dóttir mín merkjanlega hressari í dag. Engar hægðir samt. En aukinn hressleiki á víst að duga, skv. The GAPS Guide. Ef fram fer sem horfir er hún klár í 2. stig á morgun.

Í öðru lagi þá var þetta myndefnislaus dagur, fyrir utan Stundina okkar, sem er heilög fyrir eldra afkvæmi mínu.

Af þessu leiddi að ég var tilbúin með afþreyingarprógramm í morgun. Við föndruðum pennastatíf og svo vatnslituðum við allar þrjár í sameiningu e.k. gardínu í annan stóra stofugluggann (sem aldrei hefur verið keypt gardína í).

Svo sáðum við papriku- og kóríanderfræjum í potta. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn. Nóg við að vera, semsagt.

Frá því um þrjú til sirka sex hafði faðir barnanna ofan af fyrir þeim á meðan ég lokaði mig af í þeim tilgangi að reyna að vinna og hvíla mig. Hefði getað gengið betur, en látum það vera.

Eldri dóttir mín var ögn líkari sjálfri sér í dag en dagana á undan, fór t.d. og náði í gítarinn sinn og glamraði nokkur lög og leitaði út um allt að tiltekinni bók sem hún hafði hugsað sér að lesa. Hún var samt fremur illa stemmd andlega og lynti til að mynda mjög illa við systur sína allt frá því að hún opnaði augun í morgun og þar til litla stýrið var lagt út af í kvöld. Hún tuðaði líka óspart yfir ýmsu sem fór í taugarnar á henni, mikil neikvæðni í gangi. En hún sofnaði ekkert í dag – rotaðist bara um leið og höfuðið snerti koddann í kvöld. Sefur vært og andar létt.

Sjálf er ég ekki mjög hraust í dag. Verulega mikið sljó, þokuð og slöpp, sérstaklega seinnipartinn. Tók baðið snemma í kvöld í von um að hressa mig við og geta unnið. Það virkaði aðeins – er samt mjög skýjuð í heilabúinu. DAAAAAUÐSYFJUÐ.

Matseðill dagsins

Morgunmatur: Kjúklingalæri (bara skinnið fyrir dóttur mína), soðin paprika og blómkál (hún fúlsar við blómkáli)

Hádegismatur: Kúrbítssúpa

Síðdegisbiti: Kjúklingaleggir (+ skinn) fyrir gikkinn (oftast er hún reyndar alls ekki gikkur...) og soðin, skræld, rauð paprika. Rest af blómkáli og engiferte fyrir mig.

Kvöldmatur: Kjúklingaleggir (að sjálfsögðu með skinni) og soðin gul og græn (!) paprika, ásamt með soðnum kúrbít (sem barnið fúlsar einnig við). Einnig kálfafillé.

Kjötsoð dagsins: ... er ekki alveg viss. Byrjaði að láta það malla í gærkvöldi og hélt þá að það væri nautabeinasoð. En það var frekar bragðlaust og var einhvern veginn frekar með keim af lambi. Er hreinlega ekki viss því ég er jú svo ringluð eitthvað, veit ekki úr hvaða poka í frystinum ég tók það. Þar að auki eru alls ekkert allir pokarnir frá kjötheildsölunni merktir, þannig að það er oft erfitt fyrir leikmann (-/konu!?!!) að átta sig.

Bað dagsins: Epsom

2 comments:

  1. Kvitt, mjög áhugavert, vona að orkan fari að aukast hjá ykkur:)
    Kveðja Ösp

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir að kvitta - vona það sama, en það er við því að búast að þetta taki sinn tíma.

    Bestu kveðjur til baka!

    ReplyDelete