Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Saturday, July 3, 2010

Dagur 26

Jæja...

... engin lumma i dag.

Utbrotin eru ekki i godu asigkomulagi.

Thessi dagur var i senn hrædilegur og dasamlegur.

Thad hrædilega var ad eg er alveg ad gefast upp gagnvart utbrotunum. Allt annad er fullkomlega i bloma hja barninu. Hvernig i oskøpunum geta thessi utbrot verid svona illvidradanleg???

Thad dasamlega var ad vid stelpurnar svafum agætlega i nott, hitinn var kominn upp i 27 stig skømmu eftir fotaferd og vid attum fullkomlega yndislegan dag med systurdottur minni i Tivoli.

Thad voru kjuklingar og kassa i Tivolinestinu fyrir tha eldri, svinalundir og grænmeti fyrir mig. Appelsina og banani fyrir krilid... sem hefur reyndar ekkert med innganginn ad gera - og er ekki einu sinni gott sem middegismaltid a fullu GAPS-fædi... en hallo, thetta var Tivoli.

Fult ad geta ekki gert betur matarlega sed vid eldri dotturina. En hun fekk virkilega ad vera prinsessa i dag og rada ferdinni. For i svo til øll tæki sem voru i lagi fyrir hennar hæd og oft i mørg theirra. Afinn hafdi gefid fe til ferdarinnar og eg held ad thad hafi bara ad mestu notast upp... a eftir ad reikna thad betur ut vid tækifæri.

En thetta var semsagt eiginlega matsedillinn i dag, i morgun fekk hun svinalundir lika og filadi thær ekki vel og svo fekk eg tvø linsodin egg.

Sod dagsins: Kjuklingabeinasod.

Bad dagsins: Ekkert bad... (nema eg for i stutta sturtu i morgun)

Friday, July 2, 2010

Dagar 24 og 25

Ubbs, eg skrifadi ekki i gær. Fyrsta skiptid sem eg klikka.

En eg hef alveg afsøkun. Brjalad ad gera.

Stutt upprifjun:

Klukkan fjøgur i fyrrinott vaknadi dottir min og lysti thvi yfir ad hun væri svøng. Hundrad villtir hestar hefdu ekki getad dregid mig fram ur a theim timapunkti, en eg var samt oheyrilega glod ad heyra ad hun væri komin med lyst. Hun sagdi lika ad ser lidi ,,venjulega". Thvilikur lettir.

Svo svafum vid til sex eda sjø.

Eg var a fullu allan daginn i gær i alls kyns tiltekt og skipulagningu. Malid er nefnilega ad eg skipti a ibudinni minni og ibud i Noregi. Thvi var eg ad vanda mig ad gera allt i stand fyrir folkid sem kemur og gistir i minni. Svo er lika heilmikid mal ad pakka og undirbua fyrir tvær manneskjur a inngangsfædi, i kreppu thar ad auki.

Thad var lika brjalædi i dag. Munadi mjou ad eg yrdi of sein bara. Fulast er ad siminn minn hvarf. Litid vid thvi ad gera, eg er bara simalaus i utlandinu.

En allavega... vid erum i Køben nuna og høfum thad agætt. Eg er gersamlega urvinda og børnin sofnud.

Dottir min vard fin af utbrotunum thegar a) hun var lystarlaus og gubbandi og b) hun for oft og titt i Blaa lonid (for m.a. i gær). Er hins vegar strax verri i dag. Kannski var rangt af mer ad gefa henni prufulummu i gær (= stig 3). Lumman for illa i mig. Markmidid var hins vegar ad undirbua eitthvad uppabrot fyrir tivoliid sem ætlunin er ad fara i her uti. Hun var mjøg anægd, en eg veit ekki nema lumman hafi eitthvad spilad inn i. Utbrotin eru allavega verri nuna en i gær. Eiginlega finnst mer bara ad thau seu slæm ef hun a annad bord neytir fædu...

Jæja, stutt um matsedilinn...

Fyrir utan bara thetta venjulega, svinalundir og kjulla og grænmeti tha fengum vid lummu i gær, eina hvor, an eggs (innihald: bara sodinn kurbitur og møndlusmjør). Svo var lax og raudspretta i kvøldmat, en su stutta fekk ser af hvorugu. Var ad borda annad og eg nennti ekki veseni.

Bad gærdagsins: Hun for i lonid og eg bara i sturtu...

Sod gærdagsins: Kindabeinasod med grænmetissodi

I dag: Sodin kjuklingalæri og grænmeti i morgun, svo kassa i hadeginu og kjuklingaleggir i fluginu og nuna i kvøld.

Barnid fekk lika 1 tsk af kokosoliu.

Bad dagsins: Ekki neitt

Sod dagsins: Rest fra thvi i gær.

Thursday, July 1, 2010

Dagur 23

Ókey... ég svaf afar lítið, illa og slitrótt þarna í nótt. Hef ekkert getað lagt mig í dag. Brjálað að gera við að undirbúa brottför af landinu (því miður ekki varanlega í þetta skiptið). Nú er klukkan að verða eitt og ég enn ekki farin að sofa og fer að jaðra við óráð... þannig að nú skal gera stutta færslu.

Yngri inngangshetjan á heimilinu var ansi lasin í dag. Svaf að megninu til til kl. 13.00 eða svo. Horfði svo á myndefni í miklum mæli. Fékk kvöldmat kl. 18.00. Langaði meira að sofa. Sagðist þurfa að kúka en gat það svo ekki, sagðist ekki megna að ,,rembast". Fékk stólpípu. Hresstist allnokkuð við. Reyndi að leggja sig, en gat ekki hvílst. Gubbaði um áttaleytið. Fékk smá kjötsoð í viðbót og gubbaði aftur (fékk alls 3 x kjötsoð í dag, smá kássu í kvöldmat og svo vatn. Ekkert annað).

Hún var með 37,9°c sem telst nú ekki mikill hiti. Ég hef samt af henni miklar áhyggjur, alltaf slæmt að vita ekki hvað veldur og hryllilegt að horfa upp á barninu sínu líða illa, sérstaklega þegar maður getur ekkert gert.

Veðja á flensu eða umgangsmagapest frekar en inngangslasleika af því að við systurnar erum líka frekar slappar í maganum síðan við komum að norðan. Þó ekkert eins og þetta. Tek fram að systir mín er ekki einu sinni á GAPS, hvað þá á inngangi.

Ég verð að viðurkenna að svona sárlasið barn er extra óheppilegt þegar innan við tveir dagar eru í áætlaða brottför í sumarfrí sem mikið hefur verið lagt í að undirbúa. Mikið í húfi.

Matseðill minn (því hún borðaði ekkert nema smá kássu)

Svínalundar- og grænmetisrestar (í morgun) og kássa það sem eftir lifði dags. Í kássunni var svínahakk, engifer, hvítlaukur, paprika, gulrætur, brokkólí, blómkál. Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar. Ég fékk mér 1 tsk af ghee út á kássu kvöldsins. En þetta er nú allt og sumt.

Bað dagsins: Epsomsaltsbað (bara fyrir mig)

Soð dagsins: Kindabeinasoð með smá grænmetissoði út í

Tuesday, June 29, 2010

Dagur 22

Jæja. Ég er farin að verða dálítið stressuð vegna fyrirhugaðrar ferðar til útlanda. Við förum á föstudaginn. Ég verð basically ,,on the road" með börnin í 2 daga. Það getur orðið svolítið strembið, miðað við reynsluna frá því í ferðalaginu fyrir norðan. Dálítið mikið mál að vera sífellt að elda og elda og elda og elda og pakka í nestisbox og svo framvegis. Sérstaklega þar sem börnin mín borða mikið þessa dagana (ég líka). Ég hugsa að ég reyni að hafa meira af fljótlegu meðferðis fyrir þá minni, hún getur borðað banana og kex og alls konar þannig. Svo er bara að herða upp hugann og taka einn dag í einu.

Í gær pantaði ég eitt og annað GAPS-tengt af netinu:
  • Biokult - læknirinn mælir með því
  • Þorskalifrarolía - ég myndi segja lýsi, nema lýsi ku hafa verið hitað í framleiðsluferlinu sem dregur víst verulega úr gæðum þess (endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur)
  • Charlies soap - lífrænt þvottaefni sem vonandi ertir enga húð (að því gefnu að þvottaefni hafi hugsanlega eitthvað með húðvandamál dóttur minnar að gera
Í dag reyndi ég heiðarlega að panta fyrir sjálfa mig snyrtivörur. Já, hljómar hégómlega og allt það og er það vel hugsanlega. En ég vil gjarnan geta verið fín án þess að vera að kafna og drepast úr mígreni og alls konar í leiðinni. Hins vegar tókst mér ekki að panta neitt af því sem ég var að reyna að panta. Bad karma?

Á laugardag, held ég, fór ég að finna fyrir sviða í vörunum. Fann hann fyrst þegar ég fékk mér lárperuna þarna í síðustu viku. Var að nota varasalva á bágtið. Þessi varasalvi er ein af fáum tilbúnum snyrtivörum sem ég hef verið að nota og þó hann eigi að heita ,,náttúrulegur" þá er hann bara einfaldlega ekki lífrænn. Um helgina fór mér að finnast hann eitthvað spúkí, hann gerir varirnar svo óeðlilega feitar svo lengi. Þannig að ég ákvað að hætta að nota hann. Það hefur verið bara talsvert flókið. Ég hef notað kókosolíu sem gerir ástandið síst betra og svo núna exem kremið frá Margréti Sigurðardóttur grasalækni (þetta sem við fengum í gær) sem slær smá á. Svona sviði er mjög týpísk ofnæmisviðbrögð fyrir mig. Mig svíður í varirnar, klæjar, stundum bólgna ég upp og stundum fæ ég útbrot yfir allt andlitið, niður á háls og út um allt bara. Návígi við myglusveppi hefur stundum komið þessu af stað, en ég held að þetta séu bara almenn ofnæmisviðbrögð líkamans míns. Ég finn talsvert fyrir þessu í dag, finn að ég er tæp. Fyndið, því ég hef ekki fengið þetta frá því að ég byrjaði á GAPS. Það er eitthvað í gangi - allt að gerast...

Mér var verulega illt í maganum í morgun. Tengi það við möndlusmjörið, sem þarf þó ekki að vera rétt. Stuttlan virtist ekki kenna sér meins. Og þó... hún fór í Bláa lónið í dag og klæjaði samt eftir á. Ekki neitt rosalega, en þó þannig að hún bað um burstann (sem hún klórar sér með, til að klóra ekki til blóðs). Kannski er það merki um að möndlusmjörið þolist ekki vel? Prófum aftur á morgun.

Ég prófaði líka ghee einu sinni enn í morgun og varð svo til strax illt. Það getur verið að maginn hafi bara verið almennt illa stemmdur. Þarf ekki að vera neitt alvarlegt.

Jæja. Það er heilmargt sem þarf að gera þessa dagana, ég ætti ekki að hanga og blogga eins og ég hafi ekkert betra að gera. Tíminn líður svo hratt, bara 2 og hálfur dagur eftir í brottför. Mamma mia.

Eitt enn; hitti konu í kvöld sem er að byrja á GAPS, með son sinn. Sonur hennar er búinn að vera á glúten- og kaseinlausu fæði í hálft ár eða svo og er nýbyrjaður á GAPS. Fyndið hvernig fólk hefur samband við mig núna. Ég hefði gefið handlegg fyrir að geta sett mig í samband við einhvern með reynslu þegar ég var að byrja. Gallinn er bara að mér finnst ég enn ekki vita nóg til að geta beint leiðbeint neinum. Ég get bara talað um mína eigin reynslu. Jú og bloggað eins og enginn sé morgundagurinn.

Matseðillinn

Morgunmatur barnsins: Kaldir kjúklingaleggir frá því í gær
Morgunmatur minn: Laxa- og grænmetisrest.

Hádegismatur: Ofnsoðið hrossakjöt með soðnu grænmeti

Síðdegishressing (barnsins): Restin af ofnsoðna hrossakjötinu og soðin paprika

Kvöldmatur: Ofnsoðin svínalund og ofnsoðið grænmeti (gulrætur, gul paprika, brokkólí, blómkál)

Hún fékk svo kókosolíuteskeið í dag.

Öfugt við það sem gerðist í fyrsta sinn sem ég fór á Innganginn finnst mér ég stöðugt vera svöng núna. Í fyrra hafði ég enga lyst, núna bara borða ég og borða og borða. Held að hvor okkar um sig fari hátt í kíló af kjöti hvern dag. Það er náttúrlega doldið mikið... og doldið dýrt...

Kjötsoð dagsins: Kindabeinasoð (ég var úti á þekju um daginn þegar ég sagðist ekki viss hvort soðið væri nauta- eða kindabeina, fnykurinn af kindabeinasoðinu þekkist mílur vegar og það voru sko pottþétt ekki kindabein um daginn, í hvorugt skiptið sem ég var ekki viss).

Bað dagsins: Bláa lónið og Epsomsaltsbað fyrir barnið

VIÐBÓT:
Þegar ég var búin að skrifa færsluna hér að ofan var klukkan að verða hálftólf og ég þurfti að ganga frá örfáum hlutum og ætlaði svo að renna mér ofan í ylvolgt Epsomsaltsbaðið - hið fyrsta fyrir mig í 3 daga. Var búin að hlakka til þess daglangt. En þá bærði eldri dóttir mín á sér, kveinaði að sér væri svo illt í maganum og í stuttu máli er hún búin að kveina í alla nótt. Ég setti hana á endanum í baðið í gær, hún sagði það slá á magaverkinn í smástund, en svo hætti það að virka og hún gubbaði. Vildi þá koma upp úr, kom inn til mín, ,,svaf" í mínu rúmi og gubbaði aftur um klukkustund síðar. Er svo bara búin að kveina og dotta inn á milli - ég hef ekkert getað gert nema bara strjúka magann eða nudda, halda utan um hana og vona hið besta. Gaf henni smá eplaedik út í vatn í gærkvöldi, svo smá engiferseyði eftir gubb nr. 2. Klukkan er orðin hálfsjö, ég setti hana fram á klósett en það kom ekkert. Gaf henni einn skammt af kjötsoði núna rétt í þessu. Hún gubbaði af fyrsta sopanum (gubb nr. 3) en kláraði svo. Núna er hún sofnuð, í smástund allavega, inni í rúmi. Vaknar eflaust eftir nokkrar mínútur til að kveina. Hún virkaði pínu heit áðan, en hún er ekki með neinn hita.

Maginn á mér er líka verulega órólegur, en ég er ekki með svona vítisverki eins og hún. Velti því fyrir mér hvað getur valdið. Velti því einnig fyrir mér hvað í ósköpunum ég á að gera varðandi barnið.

Monday, June 28, 2010

Dagur 21

3 vikur???
Eruði ekki að grínast???
Vá... magnað...
Tíðindi dagsins eru helst þau að Bláa lónið virðist vera að sanna lækningamátt sinn. Skinnið litla fór í lónið í morgun og talar uppveðruð um þann mikla mun sem hún finnur. Ég sé mun, húðin er ljósari, jafnari og minna upphleypt. Hún klóraði sér ekkert fyrr en hún tók af sér úlnliðshlífarnar sem hún notar (ásamt með alls kyns öðrum hlífðarbúnaði) þegar hún spreytir sig á nýju hjólaskónum sínum. Þá klæjaði hana þar. Ég gaf henni nýtt krem á það frá grasalækni sem við höfum ekki prófað áður. Þess má geta að það var frænka hennar sem gaukaði að okkur kreminu, en sú frænka er á SCD sem segja má að segja fyrirrennari GAPS (sumir taka það fram yfir). Kremið virtist slá á kláðann.
Planið er að fara með hana daglega í lónið í nokkra daga. SCD-frænkan og önnur góð sem gift er inn í föðurfjölskylduna gáfu okkur frímiðana sína í lónið. Í vikulokin förum við út og þá verður náttúrlega ekki um það nein blá lón að ræða, mikilvægt að fá sem mest út úr því á meðan við getum.
Ég gaf henni teskeið af kókosolíu í dag, aftur. Það virtist ekki gera neitt slæmt síðast. Leyfi mér þá að reikna með að það eigi að vera í lagi. Í kvöld gaf ég henni líka teskeið af heitu möndlusmjöri. Það er e.k. test svo við getum byrjað að fikra okkur nær möndlusmjörs-lummunum sem eru sennilega það mest spennandi við stig 3, allavega fyrir krakkakríli. Já og mig... ég viðurkenni fúslega að ég er farin að þrá smá uppbrot. Það verður ekki leiðinlegt að geta bætt þessu við ef vel gengur. Ég hef reyndar ekki verið að þola neins konar bökunarvörur eða brauðmeti vel undanfarið. En það lagast kannski... ég prófaði allavega líka með henni, 1 litla teskeið. Himneskt. Þannig að þá erum við eiginlega hér með formlega byrjaðar á stigi 3. Sjáum svo til hvernig æxlast.
Magnað hvað maður lærir að meta mat á allt annan hátt...
Svo er það annað sem mér finnst mjög merkilegt og vil endilega tjá mig um.
Í síðustu viku kláraðist heimagerði og GAPS-væni armkrika ilmbætirinn minn. Ég datt niður á uppskriftina í haust skömmu eftir að ég byrjaði á GAPS og hef ekki notað annan síðan. Árin þar á undan var ég búin að vera með mjög stæka og þráláta svitalykt, svitna frekar mikið og semsagt mjög lyktsterkt. Svitalyktareyðar virkuðu sumir ágætlega í svona 2 - 4 vikur, en svo hættu þeir bara að virka. Undir það síðasta var ég að nota lífrænan frá Aubrey Organics. Það var semsagt hann sem ég fann þarna í síðustu viku þegar minn var búinn og ég þurfti nauðsynlega að fara út á meðal fólks. Þannig að ég smellti honum á mig og hélt að það myndi líða yfir mig vegna efnalyktarinnar. En ég komst af og... hef ekki þurft svitalyktareyði nema einu sinni síðan.
Athugið - þetta er mjög merkilegt. Kona sem þurfti áður oft að skipta um bol um miðjan dag vegna stækrar líkamslyktar getur nú verið dag eftir dag í sömu fötum (að því gefnu að þau óhreinkist ekki á annan hátt). Það gerðist einn daginn í ferðalaginu þegar ég sat lengi í hita í bílnum í kjól úr gerfiefni að það myndaðist svitalykt. Þess utan... alveg frí við allan þef. Ég lét meira að segja vesalings systur mína hnusa af mér og fötunum mínum þar sem ég átti bágt með að trúa eigin nefi...
Ég var ekki búin að átta mig á því hvílíkir fjötrar fylgdu svitavandamálinu, eða að það væri í raun vandamál yfir höfuð, en vá, hvað ég er að uppgötva nýjan heim núna. Hvað getur kona sagt?
Ég hef lesið fjölmargar reynslusögur fólks á GAPS-spjallinu sem hefur einn daginn vaknað upp við það sama - ilmuðu bara eins og blóm, án nokkurs eyðis. Þessar sögur snertu mig ekkert sérstaklega og ég get ekki sagt að þetta atriði hafi verið efst á óskalistanum mínum. En svo, þegar það gerist, þá er ég samt alveg orðlaus. Þetta er svo mikil sönnun á því að það sem er að gerast í kroppnum mínum er rétt. Alveg eins og góða andlega jafnvægið hjá dóttur minni, lauflétta öndunin og fullkomnu hægðirnar (okkar beggja). Þetta er ótrúlega kærkomin hvatning - við erum svo á réttri leið!
Matseðillinn
Morgunmatur: Ofnsoðnar svínalundir og pottsoðið grænmeti
Hádegismatur barnsins: Svínalundarest
Hádegismatur minn: 3 egg og rest af soðnu grænmeti (fór ekki mjög vel í maga)
Síðdegishressing barnsins: Kjúklingaleggir
Kvöldmatur: Ofnsoðinn lax og ofnsoðið grænmeti
Bað dagsins: Bláa Lónið (fyrir hana - ekkert fyrir mig)
Kjötsoð dagsins: Kjúklingabeinasoð

Sunday, June 27, 2010

Dagur 20

Við erum komnar heim en tölvan mín sem var í straujun nær ekki að tengjast netinu. Þannig að nú er ég í lánstölvu, bara til að geta bloggað smá um ferlið allt saman...

Stelpan var ívið skárri í húðinni í dag. Ljómandi góð líðan, öndun og hægðir. Engin kókosolía í dag.

Ég setti smá bláa lóns-leir á hana í kvöld, það virtist hjálpa smá... erfitt að segja samt.

Matseðillinn

Kássurest í morgun, kjúklingaleggir og soðið grænmeti á ferðinni og kjúklingalæri í kvöldmat heima.

Soð dagsins: Kjúllabein

Bað dagsins: Nada... ekkert bað í dag...

Saturday, June 26, 2010

Dagur 19

Það gleður mig að greina frá því að við borðuðum hvorki nautahakkskássu né kjúklingalæri í dag. Ónei, við borðuðum svínahakkskássu og kjúklingafillé... sem gerir sko gæfumuninn.
Fórum aftur í jarðböðin í dag. Aðalmálið með því að vera að þvælast þessa leið á ný var samt að ná í leir í ,,gamla" bláa lóninu þarna við Mývatn. Ég tiplaði út í með gallabuxurnar uppbrettar og skóf og skóf af botninum í 3 dalla. Planið er að prófa að smyrja þessu á barnið og sjá hvort einhver munur verður á.
En semsagt ágætur dagur. Framan af vorum við á Akureyri og ég eyddi ómældum tíma í að elda við þessar leiðinlega frumstæðu aðstæður. Að því sögðu vil ég taka fram að þessi íbúð er mjög kósí og aðstaðan að flestu leyti alveg rosalega góð, eiginlega bara mesti lúxus. Myglusveppirnir setja strik í reikninginn og svo er ég ekki með fjölbreytt tól til eldunar. Annars alveg frábært.
Stelpan hefur það svipað og í gær. Tók heiftugt kláðakast í nótt. Klæjar í dag. Flagnar smá en er samt bólgin. Ég gaf henni eina teskeið af kókosolíu í dag.
Tek það fram að maginn hennar virðist mjög góður, hægðir eru fínar, andleg líðan stöðug, öndun góð... allt í blóma nema húðin.
Matseðillinn
Morgunmatur: Ofnsoðin kjúklingafillé og soðnar paprikur (og 3 egg fyrir mig).
Hádegismatur: Svínahakkskássa
Kvöldmatur: Svínahakkskássa / kjúlli
Tek fram að litla barnið er að borða ýmislegt fleira.
Kjötsoðið gekk ekki vel í dag. Það var mjög misheppnað. Á endanum fengum við okkur bara lítið og ég ætla að henda rest...
Soð dagsins: Misheppnað nautabeinasoð
Bað dagsins: Jarðböðin við Mývatn
Ég sef allt of lítið. Þetta frí er sko langt frá því að vera hvíld.