Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Friday, July 9, 2010

Dagur 32

Það var sól í Osló í dag. Brakandi blíða. Nóg af D-vítamíni. Nema ég hafði stelpuna í langerma, veit ekki hvernig sól í gegnum hydrocortisonfilmu virkar á kerfið...

Ég er með smá í maganum vegna matar. Er jafnvel að spá í að svissa af inngangi yfir í sætuefnalaust GAPS, sem sumir hafa víst notað í meðferðarskyni með góðum árangri. Veit samt ekki nóg til að geta skipt bara si svona, þannig að við höldum áfram enn um sinn.

Hydrocortison túpan er búin og ég keypti nýja í dag. Stórir hlutar húðarinnar á ljósinu mínu frábæra eru orðnir alveg heilir. Til dæmis er hægri olnbogabótin alveg stráheil. Furðulegt. Úlnliðir og fótleggir gróa hægar og andlitið er svolítið flagnað.

Ég er líka hugsi vegna hússins sem við dveljum í núna. Ekki svo að skilja að ég sé ekki í raun sallafegin að hafa yfir höfuð húsnæði hér á meðan á atvinnuleit stendur. Það er í raun lúxus. En það er ekki í lagi að vera alveg að kafna á hverjum morgni. Ég lofta út allan liðlangan daginn - það hjálpar. Efri hæðin er líka merkjanlega skárri. Svo eru hér fínar svalir sem sólin skín á frá morgni til kvölds, gott að nota þær. Fyrir þá sem ekki vita er útiloft besta ,,lækningin" við einkennum af völdum myglusveppa eða hvers konar húsasóttar.

Morgunmatur minn: Egg og soðið grænmeti
Morgunmatur barnsins: Svínakjötskássa gærdagsins

Hádegismatur barnsins: Nautakjötskássa

Síðdegismatur allra: Ofnsoðnar, ógeðslegar, ólseigar og ólystugar lambakótilettur frá Nýja-Sjálandi (já, það er erfitt að finna út hvað er hægt að kaupa hér og hvar!!!). Meðlæti: Brokkólí, blómkál og nýjung (stig 3): Laukur svissaður í dýrafitu.

Kvöldmatur: Ofnsoðnar kjúklingabringur, brokkólí, blómkál og kúrbítur (ég fékk mér líka lárperu / avókadó).

Engin böð sem heitið geta (á ég virkilega að telja sturtu með...?!)

Kjötsoð: Lambakótilettusoð - pjæ

Thursday, July 8, 2010

Dagur 31

Barnið hagaði sér eins og engill í dag, enda til mikils að vinna - lumma í boði að launum.

Matseðillinn

Morgunmatur minn: Linsoðin egg, soðið grænmeti og ofnsoðinn kjúklingur með grænmeti
Morgunmatur barnsins: Ofnsoðinn kjúklingur með grænmeti

Hádegisverður minn: Ofnsoðinn kjúklingur með grænmeti
Hádegis- og síðdegisverður barnsins: Svínahakkskássa

Kvöldverður: Ofnsoðinn lax með fersku dilli, soðnar gulrætur og blómkál með (ég fékk mér líka lárperu).

Kvöldverðurinn var mjög, mjög góður. Ég hef samt enga tryggingu fyrir því að laxinn hafi verið alveg hreinn.

Eftirréttur: 2 langþráðar möndlusmjörslummur fyrir barnið. Ein fyrir mig. Hún var ekki góð. Henti restinni af henni. Held að ferðalagið hafi ekki farið vel með þetta deig. Geri nýtt við tækifæri.

Kjötsoð dagsins: Mjög frumstætt kjúklingasoð... lítið krassandi.

Engin böð.

Maginn á mér er búinn að vera með uppsteit í allt kvöld, það byrjaði út af lummunni.

Svo var ég að fara að gera nesti fyrir morgundaginn og það er eiginlega klúður dagsins. Sko, ég er að reyna að kaupa ferska matvöru, gjarnan ódýra. Líka að bjóða upp á smá fjölbreytni. Þetta er ekkert grín, sko. Þannig að ég álpaðist til að kaupa svínakótilettur, hafandi velt þeim á alla kanta og innihaldslýsingin nefndi ekkert nema svínakjöt.

Auðvitað veit ég betur - ég veit að það er oft eitt og annað í kjöti sem ekki er um getið. Sykursprautun er t.d. mjög vinsæl. En á hinn bóginn; hvað get ég gert?

Ansans... allavega, ég hefði ekki átt að kaupa þetta kjöt. Ég bara ákvað að vera æðrulaus. Smellti því í ofninn í kvöld, fór svo að gera annað. Tók það út og ætlaði að brytja niður fyrir mig í nesti og fyrir barnið í máltíðir morgundagsins. Byrjaði að brytja, smakkaði smá og þá rann á mig æði. Áður en ég vissi af var ég búin að tæta í mig megnið af heilli kótilettu. Tek fram að ég var / er orðin þreytt og var annars hugar. Fattaði svo allt í einu hvað ég var að gera. Það var lokkandi dísætt bragð af kjötinu, alls ekki það sem ég er vön sl. 11 mánuði. Úff. Vökvinn í eldfasta mótinu eins og síróp.

Ansans.

Þannig að... ég sópaði öllu í dall fyrir barnapíuna. Hún verður jafnframt að útbúa mat fyrir barnið á morgun. Ég fiskaði mauksoðna kjúklingabita upp í dall fyrir sjálfa mig - mun gæða mér á þeim í nesti á morgun, ásamt með ofnbökuðu grænmeti. Ógeðslega ógirnilegt... en hey. Betra en sykur.

Og útbrotin hörfa enn. Samt ekki enn alveg farin og túpan að verða búin. Ætli þau fari ekki alveg?

Wednesday, July 7, 2010

Dagur 30

Goddag, goddag.

Nú hefur sterakrem verið borið þrisvar á húð barnsins. Húðin er öll önnur. Strax í morgun (eftir eina áburðarumferð) var glögglega greinanlegur munur. Mér var mjög létt.

Sjálf segist hún ekki viss. Klæjar enn svolítið og kroppar mikið í flagnandi skinn.

En bíðum nú við. Ég var svosem ekki með hana mikið í dag, þar sem lunginn úr deginum fór í atvinnuleit. En barnapían tilkynnti nýjar hæðir í óþekkt og ,,ofvirkni" eins og hún orðaði það. Sjálf varð ég undir kvöldið vör við smá skapgerðarbresti sem ekki hefur mikið bólað á upp á síðkastið, til dæmis geðveikislegan kjánahlátur og fleira gamalkunnugt. Ég tek það fram að ég átti ekki von á neinu svona, allrasíst strax og það var ekki fyrr en ég ræddi við barnapíuna að á mig fóru að renna tvær grímur. Samt... það er of snemmt að álykta neitt. Við sjáum hvað setur. Hún hafði hægðir í morgun, þær voru ekki fullkomnar eins og í undanfarin skipti, en það þarf ekki að þýða neitt sérstakt heldur. Látum ganga fyrir núna að ná húðinni í samt lag.

Matseðillinn

Morgunmatur barnsins: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti
Morgunmatur minn: Ofnsoðnar kjúklingabringur í grænmeti, nokkrir bitar af lífrænni lárperu og 2 linsoðin egg.

Hádegismatur minn (snæddur á sporvagnsstoppistöð við Trondheimsveien): Ofnsoðnar kjúllabringur í grænmeti
Hádegis- og síðdegisverður barnsins: Maukuð nautahakkskássa

Kvöldverður minn: Ný nautahakkskássa
Kvöldverður barnsins: Nýja nautahakkskássan maukuð

Soð dagsins: Síðustu droparnir af kjúklingabeinasoðinu - og nú erum við uppiskroppa

Ekkert bað en ég setti egg í hárið á henni í kvöld (þvoði semsagt hárið)

Tuesday, July 6, 2010

Dagar 27 - 29

Fyrst vil ég biðjast velvirðingar á þessu hléi sem varð vegna ferðalaga, álags og annarra illviðráðanlegra orsaka. Sérstaklega vil ég biðja Hildi forláts, enda veit ég ekki dyggari áskrifanda að öllu sem ég læt frá mér - og sem þar að auki á það til að taka því illa þegar ég tek mér hlé ;-)

En hvar skal byrja nú?

4ra vikna markinu var náð í gær. Engin hátíðahöld.

Á bátnum á sunnudaginn var voða gaman hjá krílunum, fullt af leiktækjum og dóti, alger paradís fyrir unga. Sú minni missti út úr sér nokkur gersamlega óborganleg gullkorn sem ég mun fúslega deila með þeim sem áhuga hafa - en á öðrum vettvangi.

En gamanið kárnaði þegar farið var að sofa. Eldri dóttir mín var viðþolslaus af kláða. Hún var á iði alla nóttina og gekk illa að festa blund. Um fjögurleytið lét ég hana fá koddann sinn (hún hafði krafist þess að fá að sofa með bátskodda), lét hana pissa, drekka, smurði hana eina ferðina enn með einu af þessum gagnslausu kremum sem við höfum verið að burðast við að nota og las fyrir hana um stund. Þá loks sofnaði hún.

Til þess að rekja þróun þessara útbrota þá hélt hún bara áfram að vera slæm, slæmari og slæmust í gær þar til ég var komin á barm taugaáfalls hér í gær af áhyggjum, kvíða og vanmætti vegna útbrotanna. Makaði á hana leir úr lóninu fyrir norðan sem ég hef burðast með mér alla leið hingað til Oslóborgar. Ekki mikil áhrif að sjá.

Leitaði í öngum mínum til þeirra sem mesta reynsluna hafa í útlöndum. Fékk heilan hafsjó af ráðleggingum. Í stuttu máli varð það ofan á að kaupa handa henni hydrocortisone - sem, já - eru sterar - milt sterakrem reyndar, en sterar engu að síður.

Og nú, lesendur góðir, skal ég útskýra smá fyrir ykkur:

Ástæða þess að dóttir mín er með útbrot er að líkaminn losar eiturefni í gegnum húðina. Holl og heilandi fæða, svo sem bara kjötsoð - og enn frekar kókosolía, gerjuð matvæli (súrkálssafi og þannig), grænmeti, ávextir og fleira ýta undir slíka hreinsun. Þegar hún borðar ekki (t.d. í upphafi inngangsins, eða á meðan á gubbupestinni stóð) er lítil úthreinsunarvirkni og því skána útbrotin rétt á meðan. Harðkjarna hómópatar gefa engar remedíur við útbrotum þar sem litið er á útbrot sem nauðsynlega úthreinsun.

Það er mjög algengt að útbrot versni fyrstu mánuðina / árin á GAPS, í hvert sinn sem líkaminn er að takast á við nýjar hreinsanir.

Með því að meðhöndla húðina með sterum er ég að loka þessri útgönguleið eiturefna út úr líkamanum og reka þau lengra inn. Það hægir á og jafnvel spillir fyrir bata. Langbesta leiðin til að meðhöndla svona ástand væru mörg og tíð böð í náttúrulegum vötnum og sjó, eplaediki, Epsom salti og svo framvegis. Ég á hins vegar ekki kost á slíku þar sem ég er nú. Og ég er í öngum mínum vegna ástandsins á barninu, sem nota bene spillir líka talsvert ferðinni fyrir okkur öllum.

Þannig að... stórhættulegir sterar eru málið í dag. Ég vonast til að ná útbrotunum niður. Hætti að gefa henni kókosolíu rétt á meðan. Gaf henni 1 tsk af sauerkrautsafa í dag, eftir langt hlé, en svo verður ekki meira þannig fyrr en við komum heim.

Ég er búin að panta rándýrt þangduft til að setja í bað fyrir hana þegar ég kem heim, að undirlagi minna sérlegu ráðgjafa. Bæti því við Epsomið og allt hitt. Verst að hún hatar böð... en jæja, ég reyni að gera henni þau bærileg með lestri og fleiru.

Ég nenni ekki að fara í mörg smáatriði hér í þessari færslu. Ég er mun upplitsdjarfari í dag en í gær, eftir að hafa tekið - og sæst við - þessa ákvörðun. En ég er samt úrvinda og örþreytt eftir endalaust eldhússtúss sem tekur brjálæðislega mikið af mínum dýrmæta tíma.

Ég bætti avókadói inn í fæðuna mína í dag. Held að það gangi betur nú en síðast, en það er nota bene lífrænt núna.

Ég leitaði til konunnar sem þýddi gulu GAPS-bókina eftir uppl. um hvar ég get keypt GAPS-ket og fisk hér í Noregi, en hún hefur ekki svarað. Á meðan hef ég fundið lífrænt nautahakk og ,,100% hreinar" kjúklingabringur sem kosta svívirðilega mikið (eins og allt hér) og notast við þetta í bili.

Húsið sem við erum í er dálítið gamalt, kjallarinn er ekki mjög heilsusamlegur, mikil myglustækja á baðherberginu þar, en rest virðist ásættanleg (gæti þó alveg lifað án silfurskottnanna á hinu baðherberginu). Hverfið er barnvænt og í útjaðri borgarinnar = gott loft.

Ég var samt með bólgnar varir þegar ég vaknaði í morgun.

Er aaaaalveg að verða uppiskroppa með soð. Veit ekki hvernig ég leysi það.

Er undir miklu áreiti frá moskítóflugum akkúrat núna, þannig að yfir og út í bili!

Saturday, July 3, 2010

Dagur 26

Jæja...

... engin lumma i dag.

Utbrotin eru ekki i godu asigkomulagi.

Thessi dagur var i senn hrædilegur og dasamlegur.

Thad hrædilega var ad eg er alveg ad gefast upp gagnvart utbrotunum. Allt annad er fullkomlega i bloma hja barninu. Hvernig i oskøpunum geta thessi utbrot verid svona illvidradanleg???

Thad dasamlega var ad vid stelpurnar svafum agætlega i nott, hitinn var kominn upp i 27 stig skømmu eftir fotaferd og vid attum fullkomlega yndislegan dag med systurdottur minni i Tivoli.

Thad voru kjuklingar og kassa i Tivolinestinu fyrir tha eldri, svinalundir og grænmeti fyrir mig. Appelsina og banani fyrir krilid... sem hefur reyndar ekkert med innganginn ad gera - og er ekki einu sinni gott sem middegismaltid a fullu GAPS-fædi... en hallo, thetta var Tivoli.

Fult ad geta ekki gert betur matarlega sed vid eldri dotturina. En hun fekk virkilega ad vera prinsessa i dag og rada ferdinni. For i svo til øll tæki sem voru i lagi fyrir hennar hæd og oft i mørg theirra. Afinn hafdi gefid fe til ferdarinnar og eg held ad thad hafi bara ad mestu notast upp... a eftir ad reikna thad betur ut vid tækifæri.

En thetta var semsagt eiginlega matsedillinn i dag, i morgun fekk hun svinalundir lika og filadi thær ekki vel og svo fekk eg tvø linsodin egg.

Sod dagsins: Kjuklingabeinasod.

Bad dagsins: Ekkert bad... (nema eg for i stutta sturtu i morgun)

Friday, July 2, 2010

Dagar 24 og 25

Ubbs, eg skrifadi ekki i gær. Fyrsta skiptid sem eg klikka.

En eg hef alveg afsøkun. Brjalad ad gera.

Stutt upprifjun:

Klukkan fjøgur i fyrrinott vaknadi dottir min og lysti thvi yfir ad hun væri svøng. Hundrad villtir hestar hefdu ekki getad dregid mig fram ur a theim timapunkti, en eg var samt oheyrilega glod ad heyra ad hun væri komin med lyst. Hun sagdi lika ad ser lidi ,,venjulega". Thvilikur lettir.

Svo svafum vid til sex eda sjø.

Eg var a fullu allan daginn i gær i alls kyns tiltekt og skipulagningu. Malid er nefnilega ad eg skipti a ibudinni minni og ibud i Noregi. Thvi var eg ad vanda mig ad gera allt i stand fyrir folkid sem kemur og gistir i minni. Svo er lika heilmikid mal ad pakka og undirbua fyrir tvær manneskjur a inngangsfædi, i kreppu thar ad auki.

Thad var lika brjalædi i dag. Munadi mjou ad eg yrdi of sein bara. Fulast er ad siminn minn hvarf. Litid vid thvi ad gera, eg er bara simalaus i utlandinu.

En allavega... vid erum i Køben nuna og høfum thad agætt. Eg er gersamlega urvinda og børnin sofnud.

Dottir min vard fin af utbrotunum thegar a) hun var lystarlaus og gubbandi og b) hun for oft og titt i Blaa lonid (for m.a. i gær). Er hins vegar strax verri i dag. Kannski var rangt af mer ad gefa henni prufulummu i gær (= stig 3). Lumman for illa i mig. Markmidid var hins vegar ad undirbua eitthvad uppabrot fyrir tivoliid sem ætlunin er ad fara i her uti. Hun var mjøg anægd, en eg veit ekki nema lumman hafi eitthvad spilad inn i. Utbrotin eru allavega verri nuna en i gær. Eiginlega finnst mer bara ad thau seu slæm ef hun a annad bord neytir fædu...

Jæja, stutt um matsedilinn...

Fyrir utan bara thetta venjulega, svinalundir og kjulla og grænmeti tha fengum vid lummu i gær, eina hvor, an eggs (innihald: bara sodinn kurbitur og møndlusmjør). Svo var lax og raudspretta i kvøldmat, en su stutta fekk ser af hvorugu. Var ad borda annad og eg nennti ekki veseni.

Bad gærdagsins: Hun for i lonid og eg bara i sturtu...

Sod gærdagsins: Kindabeinasod med grænmetissodi

I dag: Sodin kjuklingalæri og grænmeti i morgun, svo kassa i hadeginu og kjuklingaleggir i fluginu og nuna i kvøld.

Barnid fekk lika 1 tsk af kokosoliu.

Bad dagsins: Ekki neitt

Sod dagsins: Rest fra thvi i gær.

Thursday, July 1, 2010

Dagur 23

Ókey... ég svaf afar lítið, illa og slitrótt þarna í nótt. Hef ekkert getað lagt mig í dag. Brjálað að gera við að undirbúa brottför af landinu (því miður ekki varanlega í þetta skiptið). Nú er klukkan að verða eitt og ég enn ekki farin að sofa og fer að jaðra við óráð... þannig að nú skal gera stutta færslu.

Yngri inngangshetjan á heimilinu var ansi lasin í dag. Svaf að megninu til til kl. 13.00 eða svo. Horfði svo á myndefni í miklum mæli. Fékk kvöldmat kl. 18.00. Langaði meira að sofa. Sagðist þurfa að kúka en gat það svo ekki, sagðist ekki megna að ,,rembast". Fékk stólpípu. Hresstist allnokkuð við. Reyndi að leggja sig, en gat ekki hvílst. Gubbaði um áttaleytið. Fékk smá kjötsoð í viðbót og gubbaði aftur (fékk alls 3 x kjötsoð í dag, smá kássu í kvöldmat og svo vatn. Ekkert annað).

Hún var með 37,9°c sem telst nú ekki mikill hiti. Ég hef samt af henni miklar áhyggjur, alltaf slæmt að vita ekki hvað veldur og hryllilegt að horfa upp á barninu sínu líða illa, sérstaklega þegar maður getur ekkert gert.

Veðja á flensu eða umgangsmagapest frekar en inngangslasleika af því að við systurnar erum líka frekar slappar í maganum síðan við komum að norðan. Þó ekkert eins og þetta. Tek fram að systir mín er ekki einu sinni á GAPS, hvað þá á inngangi.

Ég verð að viðurkenna að svona sárlasið barn er extra óheppilegt þegar innan við tveir dagar eru í áætlaða brottför í sumarfrí sem mikið hefur verið lagt í að undirbúa. Mikið í húfi.

Matseðill minn (því hún borðaði ekkert nema smá kássu)

Svínalundar- og grænmetisrestar (í morgun) og kássa það sem eftir lifði dags. Í kássunni var svínahakk, engifer, hvítlaukur, paprika, gulrætur, brokkólí, blómkál. Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar. Ég fékk mér 1 tsk af ghee út á kássu kvöldsins. En þetta er nú allt og sumt.

Bað dagsins: Epsomsaltsbað (bara fyrir mig)

Soð dagsins: Kindabeinasoð með smá grænmetissoði út í