Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Friday, July 9, 2010

Dagur 32

Það var sól í Osló í dag. Brakandi blíða. Nóg af D-vítamíni. Nema ég hafði stelpuna í langerma, veit ekki hvernig sól í gegnum hydrocortisonfilmu virkar á kerfið...

Ég er með smá í maganum vegna matar. Er jafnvel að spá í að svissa af inngangi yfir í sætuefnalaust GAPS, sem sumir hafa víst notað í meðferðarskyni með góðum árangri. Veit samt ekki nóg til að geta skipt bara si svona, þannig að við höldum áfram enn um sinn.

Hydrocortison túpan er búin og ég keypti nýja í dag. Stórir hlutar húðarinnar á ljósinu mínu frábæra eru orðnir alveg heilir. Til dæmis er hægri olnbogabótin alveg stráheil. Furðulegt. Úlnliðir og fótleggir gróa hægar og andlitið er svolítið flagnað.

Ég er líka hugsi vegna hússins sem við dveljum í núna. Ekki svo að skilja að ég sé ekki í raun sallafegin að hafa yfir höfuð húsnæði hér á meðan á atvinnuleit stendur. Það er í raun lúxus. En það er ekki í lagi að vera alveg að kafna á hverjum morgni. Ég lofta út allan liðlangan daginn - það hjálpar. Efri hæðin er líka merkjanlega skárri. Svo eru hér fínar svalir sem sólin skín á frá morgni til kvölds, gott að nota þær. Fyrir þá sem ekki vita er útiloft besta ,,lækningin" við einkennum af völdum myglusveppa eða hvers konar húsasóttar.

Morgunmatur minn: Egg og soðið grænmeti
Morgunmatur barnsins: Svínakjötskássa gærdagsins

Hádegismatur barnsins: Nautakjötskássa

Síðdegismatur allra: Ofnsoðnar, ógeðslegar, ólseigar og ólystugar lambakótilettur frá Nýja-Sjálandi (já, það er erfitt að finna út hvað er hægt að kaupa hér og hvar!!!). Meðlæti: Brokkólí, blómkál og nýjung (stig 3): Laukur svissaður í dýrafitu.

Kvöldmatur: Ofnsoðnar kjúklingabringur, brokkólí, blómkál og kúrbítur (ég fékk mér líka lárperu / avókadó).

Engin böð sem heitið geta (á ég virkilega að telja sturtu með...?!)

Kjötsoð: Lambakótilettusoð - pjæ

No comments:

Post a Comment