Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Friday, June 18, 2010

Dagur 11

Um þrjúleytið í dag barst mér langþráð heróp innan af baðherbergi: ,,MAMMA, ÉG KÚKAÐI!!!"

11 dagar, 4 stólpípur og svo loksins... tókst henni þetta sjálfri ;-)

Ljómandi hægðir meira að segja. Algerlega klippt og skorið nr. 4 samkvæmt Bristol stool chart.

Vel hugsanlegt að aðrar mæður séu að spá í einhverju öðru... en þetta er mjög, mjög mikilvægt fyrir okkur.

Annars hefur barnið verið svolítið upp og niður á stigi 1 og 2. Var eiginlega á stigi 2 í gær, en hafði svo sjálf áhyggjur af því að sig klæjaði og kenndi kássunni um. Ég var svosem efins, en leyfði henni að ráða, enda ekki svo nöjið. Hún var því á stigi 1 í dag en það glaðnaði heldur yfir henni við hægðirnar og hún fór að tala um stig 2 með mun meiri bjartsýni. Hún fær að fikra sig þangað á morgun, en það er reyndar ekkert nema kássur af því stigi sem er aktúelt að reyna.

Ástandið á henni er annars skrítið. Hún var ekki sofnuð þegar ég skrifaði í gær. Þá hafði ég ekki heyrt múkk frá því um 11 en hún lá bara kyrr og beið þess sem verða vildi (sem var semsagt ekki svefn). Þannig að þegar ég uppgötvaði þetta, upp úr miðnætti, dreif ég hana fram, lét hana pissa, drekka smá vatn og horfa á vídeó á meðan ég fór í bað. Aðeins að brjóta upp bylturnar í rúminu. Svo fór hún aftur inn í rúm um kortér í eitt. Ég fór sjálf að sofa, en hún segist hafa sofnað fljótt eftir þetta.

Nú er ég ekki heima, en síðast þegar ég vissi, um kl. 11, var hún enn vakandi. Samt svaf hún bara til rúmlega 9.00 í morgun og sagðist ekkert svo þreytt í dag. En svo var ég að fatta að hún hefur lítið leikið sér úti við undanfarið, þó að orkan sé að mestu komin til baka. Þannig að það gæti spilað inn í.

Loks eru útbrotin aðeins á bataleið, allavega frekar en hitt. Þau eru enn rauð og hana klæjar, en þetta flagnar mikið núna, sem er góðs viti og hefur hingað til þýtt að það sé að jafna sig. Ég verð samt að viðurkenna að mér stendur ekki á sama varðandi þessi útbrot. Þau eru eiginlega svona snúnasti aðkallandi heilsuvandinn núna, því þau valda henni miklum, óvéfengjanlegum óþægindum og það er ekki til nein GAPS-væn skyndilausn.

Þannig að... hægðir komnar í gang, svefnvenjur úr skorðum en útbrot horfa sennilega til betri vegar. Það er status barnsins.

Hvað mig varðar... æji, svaf ekki nóg og var á fullu í allan dag. Allt gekk vel, en ég var svolítið stressuð og gleymdi að borða stóran hluta dagsins, sem er alls ekki gott. Ég passaði ekki nógu vel upp á mig í dag, fylgdist ekki með eigin líðan. Og nú er ég aftur svöng en nenni ekki að malla neitt. Klukkan er orðin margt.

Ég fékk mér samt 1 tsk af gheei og er nokkuð viss um að engin einkenni hafa komið fram í tengslum við það.

Pínulitla stýrið fékk ekki ghee í gær, en hins vegar í dag, í 3ja sinn. Henni virðist (7, 9, 13) heldur ekki verða meint af.

Matseðill dagsins...

Morgunmatur minn: 2 egg
Morgunmatur barnsins: Kjúklingalæri + 3 kjúklingaleggir

Matur, nasl og snarl yfir daginn: Kjúlli, soðið grænmeti, lambahakkskássa (bara fyrir mig reyndar)

Kvöldverður: Ofnsoðnir blálönguhnakkar með sjávarsalti, nýmöluðum pipar og fersku dilli, bornir fram með soðnu brokkólí og soðinni gulri papriku.

Kjötsoð dagsins: Kjúklingabeinasoð

Bað dagsins: Epsom

No comments:

Post a Comment