Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Thursday, June 24, 2010

Dagur 17

BRJÁLÆÐISLEGA SYFJUÐ...

Þetta hlýtur að verða stutt færsla, ef ég á annað borð er fær um að gera stuttar færslur.

Fyrri hluti dagsins fór í undirbúning af miklum móði. Það vildi mér til happs að afa barnanna hugkvæmdist að líta við og hefja skemmtidagskrá sem náði víst hámarki í Toys R Us. Báðar dætur mínar komu heim með ný sumarleikföng.

Við lögðum í hann um tvöleytið. Auk okkar þriggja eru í ferðinni systir mín og tæplega 10 ára dóttir hennar. Þær eiga jeppa.

Fyrra langa stoppið okkar var við Hreðavatn, hvar við áttum ljúfa stund í um einn og hálfan tíma. Nesti og ærsl.

Síðara langa stoppið var undir kvöld í sundlaug sem ég uppgötvaði af tilviljun í fyrrasumar. Í henni er semsagt sjaldan klór. Í dag var okkur sagt að síðast hefði farið í hana klór fyrir 4 dögum. Við létum því vaða og fórum í sund. Fann engin merki um klór á neinn hátt, en var samt á nálum. Hvað ef einhverjar leyfar eru samt eftir og nóg til að hafa slæm áhrif...

Stóra stýrið mitt flagnaði og flagnaði eftir sundið. Hún var farin að klóra sér á ný áður en við fórum í laugina, þannig að sundferðinni er ekki um að kenna þó að áhrif Bláa Lónsins séu farin að dvína. Sem aftur minnir mig á; ég sá greinilegan mun á húðinni hennar í morgun. Hún var betri. Jarðböð við Mývatn á morgun.

Ég gaf henni ekkert nýtt að snæða í dag.

Sjálf fékk ég mér 1 tsk af sauerkrauti.

Matseðill dagsins

Morgunmatur: Ofnsoðin kjúklingalæri og soðið grænmeti

Hádegismatur: Nautahakkskássa (engar kryddjurtir að þessu sinni) - maukuð fyrir börnin og ómaukuð fyrir mig

Síðdegishressing (við Hreðavatn): Köld kjúklingalæri

Kvöldverður (við þjóðveginn): Kássa

Kvöldhressing (á Akureyri): Kjúklingalæri

Svona er þetta semsagt.

Kjötsoð dagsins: Nautabeinasoð

Bað dagsins: Eiginlega ekkert... nema bara þarna sundið náttúrlega... nokkuð laust við allt, held ég (nema íslenskt hveravatn og tilheyrandi steinefni)

2 comments:

  1. góða skemmtun í ferðalaginu:) Ertu ekki dömuleg;)

    Kv Ösp

    ReplyDelete
  2. Nema hvað! Ég er búin að vera í kjólum út í eitt ;-)

    ReplyDelete