Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Sunday, June 20, 2010

Dagur 12

Við mæðgur vorum ekki saman í dag, þó að ég hafi reyndar aðeins hitt hana. 2 stigs matseld fyrir hana var því í höndum föður hennar (ég gerði reyndar kássuna í gær).

Maturinn minn í dag

2 teskeiðar af súrkálssafa (= helmingsaukning)
3 linsoðin egg (= aukning um eitt)
Kássa (svínakjöt, blómkál, brokkkál)

Kjötsoð dagsins: Kjúklingabeinasoð

Bað dagsins: Ekkert fyrir mig... en uppáskrifað Epsom fyrir barnið

Fátt um þennan dag að segja. Nema jú, GAPS-bloggari í USA linkaði á bloggið mitt á sínu. Jei! Hennar blogg er linkað hér til hægri (Food experiment).

Ég er að díla við smá myglusveppaviðkvæmni, í húsnæðinu sem ég er í yfir helgina. Finn að ég er viðkvæmari fyrir því áreiti núna en ég hef verið undanfarið. Verð að fara varlega.

Ákvað að reyna við stig 3 á morgun, þ.e.a.s. ef allt gengur að óskum ætla ég að prófa eitthvað af því sem í boði er á því stigi áður en morgundagurinn er allur. Samt smá spurning með það út af myglusveppaástandinu. Sé til, met stöðuna á morgun. Ég þrái eitthvað ferskt... það er í boði avókadó á stigi 3.

Get ekki beðið eftir stigi 4, þá kemur gulrótarsafinn inn... Mmhh... bara verst að það er erfitt að fá almennilegar lífrænar og óklórþvegnar gulrætur núna :-(

No comments:

Post a Comment