Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Wednesday, June 16, 2010

Dagur 9

Matseðill dagsins

Morgunverður minn: Kjötsoð með hrárri eggjarauðu og restin af nautahakkskássu gærdagsins
Morgunverður eldra barns: Köld kjúklingalæri og soðin rauð paprika
Morgunverður yngra barns: Nýbakað hnetubrauð með hunangi og banana

Hádegisverður móður og eldra barns: Heit kjúklingalæri og grænmeti (mamman fékk líka linsoðið egg)

Síðdegishressing: Kjúklingalæri við stofuhita...

Kvölmatur: Ofnsoðin rauðspretta með sjávarsalti, nýmöluðum svörtum pipar og ferskri basilíku (þ.e.a.s. hún var fersk áður en hún fór í ofninn...) fyrir alla nema eldri dótturina - hún fékk ekki basilíkuna. Soðnar paprikur og kúrbítur með.

Kjötsoð dagsins: Nautabeinasoð með slatta af kjúklingalærahlaupi

Bað dagsins: Hið sívinsæla Epsomsaltbað

Dóttir mín er óðum að braggast og mér virðist sem útbrotin séu líka aðeins að skána á ný. Ég hef haft svolitlar áhyggjur af einhæfninni - kjúklingalæri og kjúklingaleggir til skiptis... sem er þó skref fram á við frá því að það var bara skinn...

En ég er fegin að ég kom í hana fiski í kvöld. Rauðspretta er hennar uppáhald og ég bara skil ekki af hverju. Mér finnst hún með minna spennandi fiskmeti sem hægt er að hugsa sér. Þó er hægt að poppa hana upp, t.d. með hneturaspi og Neptúnusarkryddi - hvorugt er leyfilegt á stigi 1 / 2.

Og varðandi það: Sú stutta var alfarið á stigi 1 í dag og ég sleppti líka alveg sauerkrautsafanum. Ætla að reyna að sjá hvort útbrotin skána ekki á næstu dögum. Prófa svo safann og ef ekkert versnar þá reikna ég með að eggin séu sökudólgurinn. Það má þá prófa þau aftur eftir 2 - 3 vikur. Ferlegt vesen - en vona samt innilega að það séu eggin, þá vitum við hvað það er!

En ég reikna með að formlega verði hún á stigi 2 á morgun, þó að breytingarnar verði sennilega ekki aðrar en kássa.

Minnsta konan á heimilinu fékk aftur ghee í dag og er alsæl. Veit varla meira sport. Verð ekki vör við einkenni hjá henni enn. Sjálf prófa ég líka aftur á morgun - það liggur við að ég sé jafn spennt og barnið.

No comments:

Post a Comment