Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Tuesday, June 15, 2010

Dagur 8

Á ég að trúa þessu? Dagur 8! Magnað hvað við erum duglegar!

Og á meðan ég man - takk fyrir athugasemdirnar. Upphaflega hugsaði ég með mér að alveg eins og ég skráði allt sem fram fór þegar við reyndum Innganginn í fyrrasumar í stílabók gæti ég skráð allt á netið og e.t.v. gætu aðrir GAPSarar haft gagn af því. En svo sé ég að allavega þeir sem voga sér að skrifa athugasemdir eru ekki endilega GAPSarar... sem er vissulega allt í góðu lagi. Þetta hlýtur samt að virka rosa klikkað í augum þeirra sem ekki þekkja hugmyndafræðina. Mæli með því að þið kíkið á tenglana sem ég setti inn hér til hægri og reynið að finna smá grundvallarupplýsingar til að varpa ljósi á allt þetta tilstand okkar.

Annars má vera að ég muni minnast þessa dags sem dagsins þegar mjólkurvara fór inn fyrir mínar varir án þess að valda neins konar ofnæmiseinkennum. Að því sögðu er talað um 4 daga... þannig að ég gæti fengið ný og hress ofnæmiseinkenni næstu 3 daga. Ég veit náttúrlega ekkert hvert ferlið er venjulega, en ég er vön að fá einkennin bara strax, þannig að hver veit...

Umrædd mjólkurvara er ghee - skírt smjör eða hrein mjólkurfita einfaldlega. Ef allt fer vel mun ég geta notað ghee í eitt og annað sem ég elda. Þó mun verða nokkur bið eða u.þ.b. hálft ár í að ég geti bætt við fleiri mjólkurvörum.

Ég tók bara eina teskeið af ghee-inu í dag (eins og ráðlagt er) og sé svo til ekki á morgun heldur hinn hvort ég treysti mér í aðra.

Yngri dóttir mín, sem ekki er á inngangsfæðinu (fullu GAPS-fæði), fékk líka að smakka ghee í dag og hefur enn ekki sýnt nein einkenni. Það eru bara nokkrir mánuðir síðan hún fékk síðast að prófa og fékk samstundis allsvaðalegt nefrennsli. Hennar helstu einkenni eru þau sömu og mín, mikið nefrennsli og magakveisa. Stóra systir bætir um betur með hressilegum útbrotum í ofanálag. En sú stóra fékk ekki neitt svona í dag, var í raun bara aftur á stigi 1, án eggja og kássu (saknaði ekki kássunnar...) og með lágmarksskammt af súrkálssafa.

Hún var sæmilega hress en frekar ergileg. Eyddi miklum hluta dagsins með nefið á kafi í bókinni sem hún var að leita að í gær (hún fannst í morgun). Mér skilst að börn á þessum aldri hafi almennt mest gaman af sögubókum. Dóttir mín er hins vegar ekki síður áhugasöm um hand- og fræðibækur ýmiss konar. Bókin sem hún gleypti í sig í dag er ,,handbók unga hundaeigandans“ (við eigum ekki hund) - skrifuð af hundasálfræðingi.

Ég var agnarpínulítið hressari en í gær (held ég). Samt enn frekar grunnt á pirringnum. Sem er slæmt því verkefni dagsins voru mjög pirringsvaldandi. Ég þurfti að þeytast á milli stofnanna og ná í pappíra. Sem er alltaf jafn svakalega gefandi og skemmtilegt. Dóttir mín var með mér í bílnum svo til daglangt, með bókina góðu. Af og til deildi hún með mér staðreyndum um sálarlíf hunda sem henni fannst forvitnilegar.

Síðdegis var pabbi barnanna við stjórnvölinn á meðan ég vann í verkefninu laaanga.

Matseðill dagsins var ruglingslegur og samanstóð aðallega af afgöngum frá því í gær, svínalundum, kjúklingaleggjum og grænmeti og svo keyptum við og hituðum ný kjúllalæri og þegar ég var ein seinni partinn gerði ég fyrir mig nautahakkskássu - í grófum dráttum svipaða og í gær (stelpan át kjúklingalæri á meðan).

Kjötsoð dagsins: Nautabeinasoð

Bað dagsins: Epsomsaltbað

2 comments:

  1. Damn, ég skrifaði heillangt komment. To sum up: takk fyrir að skrifa svona nákvæmt og takk fyrir að vera svona vel að þér í GAPS málum, og takk fyrir one-on-one ráðleggingar; allt þetta hjálpar mér ægilega mikið:) Steinunn xx

    ReplyDelete
  2. Sko ég skrifaði heillangt og það hvarf. Gleymdi að segja það fólk sem er yfirhöfuð að lesa þetta ætti að skilja hvað ég átti við, annars á það varla erindi á netið haha ;) xx

    EN SPURNING:
    Maukarðu hrátt grænmeti eða sko seturðu það í matvinnusluvél, og blandar síðan við hakkið, og sýður svo?

    ReplyDelete