Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Wednesday, July 21, 2010

Dagur 43

Það er í svo mörg horn að líta, svo margt að gera og ég svo þreytt og skýjuð í kollinum að það er virkilega erfitt að henda reiður á öllu sem ég tel ástæðu til að fjalla um hér.

Látum okkur sjá.

Við héldum áfram með nýjungar í dag, sem ég ítreka og undirstrika að er ekki alveg í samræmi við Inngangsferlið enda lít ég svo á sem við séum hættar því og farnar að impróvisera svolítið. Samt erum við í höfuðdráttum enn á inngangsfæði. Ég er mjög hugsi yfir því hvort ég á að halda áfram að númera dagana.

Nýjungar dagsins:
  • Sítrónuklakar (sítrónusafi + vatn, fryst)
  • Smá möndlumjólk (ristaðar möndlur + kókosmjöl)
Ég fékk mér líka pínu ferska steinselju af því að ég var að fara í atvinnuviðtal og nautahakkskássur með hvítlauk kvölds, morgna og miðjan dag gera konu andfúla í meira lagi.

Og svo fengum við okkur aftur gulrótarsafa í morgunsárið, jafn lítinn og síðast og aftur útþynntan í vatni. Mjög gott, samt.

Ég bar sterakrem á úlnliði barnsins í nótt og einu sinni á alla helstu útbrotablettina nú í kvöld. Ekki í morgun. Hún er ekki orðin alveg eins slæm og hún var, það eru aðallega hendur og úlnliðir sem eru slæm svæði.

Hvað varðar nýjungar og viðbrögð við þeim lít ég aðallega til
  • hægða
  • öndunar
  • hegðunar
hjá dóttur minni og

  • hægða
  • vöðva- og liðverkja
hjá sjálfri mér.

Hegðun barnsins var ekki nógu góð undir kvöldið. Það kom dálítið langur tími þar sem hún var óróleg, hagaði sér frekar illa og tók engum sönsum. Vil líka geta þess að ég fyrrakvöld var hún með fótleggjaverki sem eru alltaf eins, alltaf í sköflungnum vinstra megin og koma oftast á kvöldin. Setti á hana vöðvakrem þá og svo aftur um nóttina þegar hún kvartaði. Ólíkt exemkreminu þá svínvirkar heimatilbúna vöðvakremið mitt (kókosolía + kamfórudropar + eucalyptuskristallar).

Hægðir í góðu lagi, hins vegar.

Sjálf fann ég mikil ,,die off" einkenni í dag, sem e.t.v. má rekja til gulrótarsafans eða steinseljunnar. Hver veit. Litlu liðirnir eru heldur enn ekki orðnir góðir.

Matseðillinn

Morgunmatur: Nýpressaður og síaður, vatnsþynntur gulrótarsafi í forrétt og kássa í aðalrétt.

Hádegismatur: Linsoðin egg

Kvöldmatur: Ofnsoðið nautakjöt (ath. ekki hakk!!!) með rifnum kúrbít, lauk, brokkólí og eplaediki og lárperumauk með.

Engin böð sem skipta máli

Soð: Kjúklingabeinasoð

No comments:

Post a Comment