Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Saturday, July 24, 2010

Tveir hressir dagar

Hef lítinn tíma til að skrifa núna, fer heim á morgun. Þetta hafa verið ágætir dagar.

Matseðill

  • Mikil kássa, allan daginn
  • Líka steikt nautahakk og soðið grænmeti
  • Lummur fyrir börnin (t.d. í nesti í gær þegar við fórum í heimsókn)
  • Fékk fullt af heimaræktuðum ferskum kúrbít af öllum stærðum og gerðum í gær þegar ég fór í heimsókn... alger unaður... Mmmmmh... borðaði þannig steiktan upp úr andafeiti í morgun, en dætur mínar deila ekki þessari ástríðu með mér.
  • Linsoðin egg í morgunmat í dag (keyptum í gær, voru ekki til).
Heilsan

Maginn á mér er eitthvað úr skorðum. Skelli skuldinni á lummuát. Samt ómögulegt að vita. Eggin eru heldur ekki að fara vel í mig (borðaði bara eitt í dag, en það eru líka egg í lummunum). Engin krísa í maganum, bara frekar mikið ,,rumbling"

Húð dóttur minnar er með sóma. Engir sterar í 2 daga. Í gærmorgun fórum við báðar í sturtu. Þar sem mikið var eftir af Bláa Lóns leirnum að norðan þá tók ég hann bara allan og makaði á okkur. Voilá, húðin bara fín alveg síðan.

Auðvitað voru sterarnir eitthvað búnir að undirbúa jarðveginn, en þessi steraumferð er allt öðru vísi en sú síðasta. Síðast bar ég 14 sinnum á hana sterakrem um allan kroppinn. Núna... tjah... svona 5 sinnum kannski... leirinn var virkilega að gera eitthvað.

Skap dóttur minnar hefur verið upp og ofan. Stutt í tár, sem er ótýpískt fyrir hana.

Jæja, erfiður dagur fyrir höndum á morgun. Hústiltekt (3 hæðir) og hreingerning með tvo gemlinga á útopnu og nestun fyrir langa ferð heim. Fjúh...

1 comment:

  1. good luck!! Hlakka til að sjá þig í kjólagleðinni:)

    kv Ösp

    ReplyDelete