Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Thursday, July 29, 2010

Pælingadagur (51...)

Sko, það eru miklar pælingar í gangi varðandi næstu skref í mataræðinu. Ég mun breyta, á allra næstu dögum. Ég bara er ekki alveg tilbúin að leggja niður fyrir ykkur hvernig.

Það er líka ljóst að ég er ekki að taka rétt skref varðandi sjálfa mig. Ég er of slöpp, sljó, þokukennd, verkjuð og þreytt til að þetta geti gengið svona, núna. Það er eitthvað að... ég hef nokkrar pælingar, en get ekki alveg sagt til um næstu skref að svo stöddu.

Eitt get ég þó upplýst um; fyrstu hægðir dóttur minnar eftir ghee-teskeiðina voru síðdegis í dag. Þær voru blandaðar, lausar (niðurgangur) og fastar (eins og á að vera) og í kjölfar þeirra komu talsverðir magaverkir hjá henni, sem gengu þó fljótt yfir. Hún er annars búin að vera magaverkjalaus.

Nú, auðvitað kann eitthvað annað og / eða fleira að spila inn í. Á morgun eða hinn verður að prófa ghee á ný og sjá hvort aftur koma viðbrögð og hvort þau verða svipuð eða sambærileg. Um leið velti ég því fyrir mér hvort heil teskeið hafi e.t.v. verið of mikið til að byrja með?

Matseðillinn

Morgunmatur: Ofnsoðin kjúklingalæri og soðnar paprikur

Hádegis- og síðdegismatur: Lambahakkskássa með lauk, papriku, blómkáli og ferskum kóríander

Kvöldmatur: Kjúklingalæri (fyrir hana)... ég var pakksödd enn og uppþembd af kássunni. Hún borðaði ekki mikið í kvöld.

Soð dagsins: Blandað; kjúklingabein og nautabein.

Bað dagsins: Epsom (fyrir mig) og Epsom + matarsódi fyrir börnin

No comments:

Post a Comment