Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Sunday, July 18, 2010

Enn einn dagur...

Vá, ég ætlaði sko að blogga svo mikið í kvöld.

Fullt af hlutum sem ég ætlaði að fara í sem ég hef ekki gefið nógan gaum undanfarið, eða fjallað um á óskýran hátt. En svo er klukkan bara orðin svo MARGT. Og ég svo þreytt.

VERÐ að fara að lúra.

Mjög stutt: Hægðir fremur góðar, skap dóttur minnar með verra móti, útbrotin sækja þétt á.

Matseðill

Morgunhressing: Um 1/3 glas af nýpressuðum og vel síuðum gulrótarsafa, þynnt með smá vatni

Morgunverður: Nautahakkskássa

Hádegisverður: Nautahakkskássa og möndlusmjörslummur (= möndlusmjör, egg, kúrbítur, dýrafita)

Kvöldverður: Nautahakkskássa

Soð: Kjúllabeinasoð

Engin böð

Og lummur eru ekki góðar fréttir fyrir mig... held mig frá slíku á næstunni.

No comments:

Post a Comment