Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Wednesday, July 28, 2010

Er þetta þá dagur 50... svona eiginlega?

50 dagar á mjög svo ströngu og afmörkuðu fæði, svo ekki sé meira sagt, þó að ekki sé beint hægt að segja að við fylgjum inngangsfæðinu alveg núna.

En jæja, eitt og annað er nú að gerast.

Dóttir mín:

Var í útilegu með föðurfjölskyldunni í fyrrinótt. Nærðist á kjúklingaleggjum einum saman... já og smá soðnu grænmeti. Litla hetjan mín. Hún er búin að standa sig rosalega vel og sætta sig alveg ótrúlega við sitt fábreytilega hlutskipti.

Hún fékk smá ,,verðlaun" í dag þegar ég gaf henni teskeið af gheei. Ég hef ekki gefið þessu barni mjólkurvörur í tilraunaskyni í háa herrans tíð, enda hafa viðbrögðin aldrei látið á sér standa. En það er mælt með að byrja á gheei og ég bjó til einn skammt úr lífrænu smjöri frá Biobúum í dag.

Þorði ekki að smakka sjálf, enda hefur maginn minn verið fjarri því að vera í lagi undanfarna daga og gheeið hefur ekki verið að reynast alveg hlutlaust í síðustu skipti sem ég hef prófað það.

Allavega, ég fylgdist grannt með þróun mála hjá barninu í dag. Hún sýndi engin merki um óróleika í maga eftir að hafa smakkað umrædda mjólkurvöru, né heldur snefil af hor, öndunarerfiðleika, kæfisvefn nú þegar hún er sofnuð, eða annað. Það eina sem ekki er í lagi eru útbrotin, en þau hafa smám saman verið að ágerast undanfarna daga og halda því áfram. Svo bíð ég spennt eftir næstu hægðum og krossa putta þvers og kruss í von um að þær verði fagurlagaðar 3 - 4 á Bristol chartinu...

Ég er ferlega syfjuð, en hér er grófur matseðill:

Morgunmatur minn: Ofnsoðin kjúklingalæri með soðnu blómkáli og soðinni papriku
Morgunmatur barnsins: Ofnsoðnir kjúklingaleggir

Hádegismatur: Lamba- og svínahakkskássa með lauk, papriku og hvítlauk

Kvöldmatur: Lamba- og svínahakkskássa með lauk, papriku og hvítlauk

Kjötsoð dagsins: Kjúllabeinasoð

Bað dagsins (bara fyrir hana): Epsomsalt + matarsóti

No comments:

Post a Comment