Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Tuesday, July 20, 2010

Dagur 42

Hydrocortisone aftur í dag.

Sítrónuvatn nýtt fyrir mig og þá eldri í dag.

Linsoðið egg aftur fyrir þá eldri í dag.

Linsoðið egg aftur (eftir nokkurra daga hlé) fyrir mig í dag.

Allt virðist þetta fara ágætlega í okkur.

Litlu liðirnir mínir voru enn harla stirðir í morgun. Ekki alveg jafn slæmir og í gærmorgun, en alls ekki í góðu standi.

Matseðillinn

Morgunmatur: Nautahakkskássa og kjúklingaleggir (rest frá því í gær)

Hádegismatur: Nautahakkskássa

Kvöldmatur: Pönnusteikt nautahakk, soðin paprika + gulrætur og lárperumauk. Sítrónuvatnsglas í ,,eftirrétt".

Soð: Kjúklingabeinasoð

Engin böð.

Fáránlegt hvað steikt nautahakk er mikill munaður eftir nokkrar vikur af soðnu...

No comments:

Post a Comment