Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Saturday, July 17, 2010

Dagur 39 + 1 árs afmæli + einbeittur brotavilji...

Jæja, loksins eitthvað að gerast.

Sko.

Í dag er ár síðan við byrjuðum á GAPS. Mikið hefur gerst á þessu ári.

Í dag ákvað ég jafnframt að segja formlegum inngangi lokið, allavega að sinni. Ekkert að detta í pizzu og kók, sko, ef það er það sem einhverjum dettur í hug. Bara að víkja aðeins frá hinu stífa plani.

Í stuttu máli erum við ca á stigi 3 eða 4, en vegna aðstæðna eru frávikin og undantekningarnar svo mörg / margar að það er varla hægt að tala um stig.

Hafandi rætt við mér reyndara fólk og kynnt mér málin er stefnan í grófum dráttum að aðlaga mataræðið að þörfum okkar hér og nú, upp að skynsamlegu marki, það er að segja. Ekkert sjokk-treatment neitt. Sé svo til þegar ég kem aftur heim að hve miklu leyti ég endurmet stöðuna á nýjan leik þá.

Matseðillinn

Morgunmatur: Kjúklingahakkskássa

Hádegismatur: Kjúklingaleggir

Síðdegisverður: Lax og kúrbítsgrænmetisblanda frá því í gær

Kvöldverður: Kjúklinga- og nautahakksbollur með brokkólí, basilíku, lauk og hvítlauk. Soðnar gulrætur og paprikur með. Einnig gulur kúrbítur, hægsteiktur upp úr andafeiti með sjávarsalti (spari!).

Annað: Fengum báðar hörfræolíu og súrkálssafa

Ég smakkaði líka dropa af möndlumjólk yngra barnsins og nokkrar litlar flísar af möndlubrauðinu.

Kjötsoð dagsins: Kjúklingabeinasoð

No comments:

Post a Comment