Dagbókin okkar

Á þessum síðum skrifum við jafnóðum söguna okkar því hvernig við gerum markvissa tilraun á heilsu okkar samkvæmt leiðbeiningum Dr Campbell McBride - skref fyrir skref...

Thursday, July 22, 2010

Fagur dagur

Það er nú meira hvað ég er komin með einbeittan brotavilja...

... alltaf eitthvað að stelast.

Í dag stalst ég í gulrótarsneið, ss. var að saxa niður gulrót og stakk upp í mig sneið. En sú firra...

Og svo stalst ég í möndlusmjör og gaf dóttur minni líka (synd að henda því sem eftir er þegar krukkan er ,,tóm" af þessari rándýru matvöru). Bæði smá dökkt, lífrænt hunang og líka smá draslhunang (sem var í lummum sem bakaðar voru fyrir gestina). Og já, brauðbita af brauði yngri dóttur minnar sem ég bakaði í kvöld. Það innihélt m.a. banana.

Lítið smakk af hverju... en samt. Ég er öll í smökkunum þessa dagana. Finn hvað ég þrái tilbreytingu. Og hunang og banani eru alls ekki góðar hugmyndir, vegna sætunnar.

Það komu semsagt gestir í dag. Ég gaf þeim lummur. Gerði möndlusmjörslummur fyrir stóra ljósið mitt (möndlusmjör + egg + lambafita) og hnetusmjörs- fyrir hina, með smá hunangi af því að inngangs-bragðið er einfaldlega ekki allra. Steingleymdi kúrbítnum. Endurtók samt leikinn í kvöld og sleppti þá hunanginu en mundi eftir kúrbítnum í báða lummuskammtana og setti líka banana í hnetusmjörslummurnar (fyrir þá yngri).

Alls held ég að ég hafi eytt 4 eða 5 klst. í eldhúsinu í dag, sem er svona í hærri kantinum, en ekkert einsdæmi þessa dagana.

Mér leiðist rosalega, þegar aðstæður eru svona, hvernig eldhúsið hérna er. Það er sér vistarvera, aflokuð frá rest af íbúð fyrir utan borðstofu (dyr fram í borðstofuna). Þegar maður eldar snýr maður baki í allt og alla og ómögulegt að eiga samskipti við börnin til dæmis.

Heima hjá mér er eldhúsið algerlega hjarta heimilisins og maður getur eldað eins og vindurinn en samt hjálpað við heimanám, spjallað, gefið góð ráð, stuðning, grínast, jafnvel horft á sjónvarpið og svo framvegis, allt á meðan maður eldar. Ég á eftir að sakna þessarar aðstöðu ef ég flyt í aðra verri.

Heilsan okkar var annars sæmó í dag. Ég var með dálítið mikil die off einkenni og sakna Epsom-baðs heil ósköp. Ætli það fáist í kílóavís hér á góðum prís eins og heima? Og ætli ég geti leigt íbúð með baðkari...? Hægðir með ágætum.

Tók 3 tsk af súrkálssafa í dag, sem er persónulegt met í þessari umferð og kann að eiga þátt í þessum miklu die off einkennum.

Dóttir mín virðist ágæt, hægðir með sóma og útbrot í rénum fyrir tilstilli sterakremsins. En það skortir dálítið upp á andlegt jafnvægi, sem er alvarlegt mál en ég veit ekki alveg hvað veldur. Sterar, nýjungar, aðstæður... hvað veit maður?

Matseðill

Morgunmatur: Köld kássa fyrir barnið, kalt nautaket og kúrbítsgrænmetisblanda fyrir mig

Hádegismatur: Lummur (möndlusmjörs- fyrir hana, hnetusmjörs- fyrir aðra (ég fékk mér bara eina))

Síðdegishressing: Kássa

Milli mála: Sítrónuklakar

Kvöldmatur: Nautakjöt... aftur. Aftur kúrbítsgrænmetisblanda og lárperumauk með. Kjötið er dálítið seigt...

Engin böð.

Soð: Kjúklingabeinasoð

1 comment: