Dagbókin okkar
Tuesday, August 10, 2010
Lífsmark
Thursday, August 5, 2010
Bloggið gírað niður
Tuesday, August 3, 2010
Nýjungar í hrönnum...
- BioKult (próbíótísk bætiefni)
- Betaine HCl (meltingarensím)
- Hampolía (Ómega fitusýrur)
- Udo's 3-6-9 (Ómega fitusýrur)
- Blue Ice gerjað lýsi (Ómega fitusýrur, D-vítamín og svo margt fleira!)
- Súrkálssafi (próbíótísk virkni)
- Kókosolía (fitusýrur og hreinsandi virkni)
Dásemdardagur
- Óreyktar, aukaefnalausar pylsur (flysjaði ,,skinnið" af, til öryggis)
- Fersk gúrka, afhýdd og með smá eplaediki
- Omega olía (fyrir mig)
- Súrkálssafi - kannski ekki alveg nýjung... en tel hann samt upp hér með öðru
Sunday, August 1, 2010
Breytingar (54 dagar frá upphafi inngangs... sem eiginlega er búinn núna...)
- Smá meira ghee, 1 teskeið enn (í gærkvöldi). Hún elskar það.
- Linsoðin egg í morgun (eða kannski bara 1? Veit ekki, var ekki hér). Hún hefur semsagt ekki fengið egg frá því a við komum heim. Höfum fókuserað á ghee-ið.
- Harðfiskbita (hjallaþurrkaðan steinbít
- BioKult próbíótískt bætiefni, ca 1/4 úr hylki út í vatn með matnum.
Thursday, July 29, 2010
Pælingadagur (51...)
Wednesday, July 28, 2010
Tuesday, July 27, 2010
Komnar heim
Saturday, July 24, 2010
Tveir hressir dagar
- Mikil kássa, allan daginn
- Líka steikt nautahakk og soðið grænmeti
- Lummur fyrir börnin (t.d. í nesti í gær þegar við fórum í heimsókn)
- Fékk fullt af heimaræktuðum ferskum kúrbít af öllum stærðum og gerðum í gær þegar ég fór í heimsókn... alger unaður... Mmmmmh... borðaði þannig steiktan upp úr andafeiti í morgun, en dætur mínar deila ekki þessari ástríðu með mér.
- Linsoðin egg í morgunmat í dag (keyptum í gær, voru ekki til).
Thursday, July 22, 2010
Fagur dagur
Wednesday, July 21, 2010
Dagur 43
- Sítrónuklakar (sítrónusafi + vatn, fryst)
- Smá möndlumjólk (ristaðar möndlur + kókosmjöl)
- hægða
- öndunar
- hegðunar
- hægða
- vöðva- og liðverkja
Tuesday, July 20, 2010
Dagur 42
Monday, July 19, 2010
Löööööng færsla og dagur 41
Vaknaði í morgun með vítisverki í litlu liðunum. Hendurnar verða alltaf sérstaklega slæmar. Í svefnrofunum reyndi ég að útiloka tilfinningu frá úlnliðum og fram úr, um leið og ég taldi í mig kjark til að láta undan þessum bröltandi börnum og staulast fram. Um leið fór hugurinn á fullt að leita að ástæðu. Af hverju svona slæmt núna? Hvað hefur breyst?
Svona var þetta nefnilega alltaf. Hvern morgun staulaðist ég fram á baðherbergi með hendurnar krepptar og lét renna í vaskinn jafn heitt vatn og ég gat þolað. Eftir nokkrar mínútur ofan í fóru hendurnar að linast og þá gat ég farið að nota þær, t.d. til að staulast í sturtu og lina restina af kroppnum. Svona var gaman að vera á þrítugsaldri.
Eins og endranær var hefðbundna heilbrigðiskerfið ekki að gera sérstaklega góða hluti fyrir mig. En á endanum rataði ég til yndislegs hómópata sem upplýsti mig um gagnsemi Omega olía. Smátt og smátt lærðist mér að með frekar heilnæmu fæði, mikið til lífrænu, litlum sykri / hveiti og miklum Omega olíum má halda verkjunum að nokkru leyti í skefjum. Olíurnar hafa alltaf verið crucial.
Eftir að ég byrjaði á GAPS hefur ástandið almennt verið skárra. Svolítið skrítið samt. Fyrstu mánuðina var ég oft með undarlegan seiðing í litlu liðunum og fram í fingurgóma, svona smá-hlýju, samt ekki... frekar skrítið. Ég hef áfram stólað mjög mikið á góðar Omega-olíur.
Þess vegna kveið ég svolítið fyrir innganginum. Ég hugsaði; hvað verður um mig án hækjanna minna (Omega 3-6-9)? Sá fyrir mér vítiskvalir hvern morgun. Eftir nokkra daga, svona þegar versta die offið var afstaðið man ég samt til að hafa sérstaklega beint sjónum að höndunum á mér á morgnanna þegar ég vaknaði og það kom mér skemmtilega á óvart að þær voru vel nothæfar. Pældi svo ekki meira í því og hef ekki pælt í því síðan. Það er auðvelt að hugsa ekki um það sem ekki er til staðar.
Nema hvað... þar til í morgun. Vá, hvað þetta er fáránlega vont. Þetta kom alveg af fullu blasti, engin linkind. Fór beint undir heita bunu með hendurnar og svo í langa og heita sturtu. Varð starfhæf á ný, en samt illt.
Það sem helst liggur undir grun sem orsök nú eru lummurnar. Ég veit ekki nóg til að geta dregið vísindalega ályktun hér, en ég skal deila því sem ég er að hugsa. Ég hef lesið um það, á GAPS, að sumir, sem eru „langt leiddir“ geti aldrei borðað „bakaðar vörur“, svo lengi sem þeir lifa. Ég man hve mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar ég las þetta fyrst. Þetta fór beint í afneitunarhólfið í heilanum. En svo er ég búin að lesa þetta of oft síðan til að geta látið sem ég hafi aldrei heyrt af þessum möguleika. Sumir hafa þó skrifað að þetta ástand vari bara lengi, en ekki endilega ævilangt. Þau segja að maður / kona eigi að halda sig frá bökuðum vörum í bataferlinu ef maður / kona verður var / vör við einkenni. Í vetur, þegar við vorum á fullu GAPS-fæði, var ég alveg búin að ná því að bakaðar vörur, brauðið og kökurnar, voru ekki að gera góða hluti fyrir mig. Það var því almennt ekki hluti af minni daglegu fæðu og ég saknaði þess ekkert óbærilega. Nú er ég búin að prófa lummur þrisvar, á þessu inngangsfæði. Í öll skiptin hef ég, eftir u.þ.b. 30 mínútur frá neyslu, fengið óbærilega sára magakrampa. Frekar óæskilegt form á hægðum í kjölfarið. Í gær borðaði ég heilar 3, sem er ekki alveg samkvæmt bókinni (það á að byrja hægt) og því er kannski ekki svo skrítið að álykta að lummurnar beri ábyrgð á liðverkjunum í morgun. Punkta þetta allavega hjá mér, held mig frá bökunarvörum á næstunni, skvetti í mig hörfræolíu og sé hvernig fram horfir.
Get heldur ekki litið fram hjá gulrótarsafanum sem einnig kom nýr inn í fæðið í gær. Hann hefur jú þá þekktu virkni að vera afeitrandi. Þetta gætu verið die off verkir í liðunum. Hver veit.
Og þá að pælingum um dóttur mína. Ég er að velta fyrir mér skapinu. Í gær var í henni þessi leiðinlegi óróleiki sem slær mann alltaf út af laginu. Líka mikil neikvæðni og hreinlega bara fýla. Samt segist hún fíla Noreg og vill ólm flytja hingað. Þolir ekki systur sína og er með hundshaus yfir öllu. Mjög þreytandi og reynir á mitt skap líka.
Óróleikinn var sem betur fer ekki til staðar í dag, en fýlan var viðvarandi framan af degi. Sem betur fer náði hún að hrista hana af sér um það leyti sem við fórum á útstáelsi. Nema hvað; ég vildi bara segja að ég velti því fyrir mér hvort egg, gulrótarsafi, Omega-olían eða annað nýlegt í fæðunni geti valdið þessu.
Ég þarf að fara að drífa mig í annað, þannig að ég fer að reyna að ljúka þessari löngu færslu. Nýjung dagsins í dag fyrir dóttur mína var linsoðið egg. Hún er búin að fá eggjarauðu út í kjötsoð og egg í lummu, en nú linsoðið. Bara eitt samt.
Engar hægðir í dag, en vonandi koma þær sjálfkrafa á morgun. Exemið er orðið mjög slæmt, svona nokkurn veginn að ná því sem það var verst þarna um daginn. Hún fúlsar við venjulegu kremi, finnst það bara gagnslaust - plat. Held að við prófum stera aftur á morgun, þar til við komumst heim.
Matseðillinn
Morgunmatur: Nautahakkskássurest + linsoðið egg fyrir barnið
Hádegismatur: Kjúklingaleggir og soðið grænmeti
Síðdegisnesti: Kjötbollur (frá því í fyrradag) og lummur (frá því í gær)
Kvöldmatur: „Steikt“ kjöthakk (á pönnu) með soðnum gulrótum, papriku og kúrbít. Lárperumauk með.
Kjötsoð: Kjúklingabeinasoð
Ekkert bað, bara sturta í morgun.
Sunday, July 18, 2010
Enn einn dagur...
Saturday, July 17, 2010
Dagur 39 + 1 árs afmæli + einbeittur brotavilji...
Friday, July 16, 2010
Dagur 38
Thursday, July 15, 2010
Dagur 37
Byrjum á kjúklingnum. Þegar ég keypti leggina í massavís í gær, þá keypti ég líka eitthvað sem ekki voru leggir, ég held að það hafi verið kjöt af leggjum sem búið var að flá af... eða eitthvað þannig. Er samt ekki alveg viss. Það var í svipuðum pakkningum, ívið dýrara en líka á tilboði enda á síðasta neysludegi. Þannig að ég keypti það og byrjaði að elda það í hádegismat. Þ.e.a.s. ég tók það úr kæli og byrjaði að skera grænmeti en barnapían tók svo við að elda. Hún er með kvef og alveg stíflað nef (ég held að það sé af því að hún sefur í myglaða kjallaranum, en það er önnur saga). Allavega. Þegar ég settist við matarborðið sló fyrir vit mér fiskilykt. Ekkert eitthvað hræðilegri og úldinni, bara fiskilykt. Svona eins og ýsan frá því í gær eða eitthvað. Ég hafði orð á því og hnusaði í kringum mig, en enginn annar sagði neitt. Barnfóstran var langt komin með sinn mat, eldri dóttir mín einnig og sú minnsta er hvort eð er mesti matvendnisgikkur þessa dagana og vildi ekki kjötið. Þannig að ég fékk mér skammt og fannst hann strax eitthvað óvenjulegur á bragðið. Ekkert svona sláandi stækur... bara ekki góður. Tók nokkra bita úr eldfasta mótinu og þefaði... sumir virtust alveg eðlilegir... aðrir svolítið eins og fiskur. Barnapían finnur ekkert bragð vegna kvefsins og var ekki alveg í rónni þegar ég fór að grufla í matnum. En það endaði með því að ég tók kjúllann úr umferð. Þetta var eitthvað ekki í lagi.
Engum varð þó meint af, allavega ekki merkjanlega. Allar borðuðum við eitthvað smá og engin okkar hefur fengið í magann.
Ég var og er í smá vafa um grænmetið sem var með kjúllanum. Það var í sama eldfasta móti og allt löðrandi í hlaupinu úr kjúklingnum. Tímdi varla að henda því, í ljósi þess hvað matur kostar hér. Geymdi það fram á kvöld, hef grandskoðað það, þefað, hnusað og rótað... ákvað að geyma það til morguns. Það er engin fiskilykt af því. Nota það kannski í kássu? Ábendingar / viðvaranir samt vel þegnar.
Annars sló maturinn í dag í gegn. Kjúklingaleggirnir í morgun voru algert hit. Og grænmetið með kvöldmatnum var svo gott að báðar dætur mínar, sem alla jafna setja upp skeifur og hundshausa og vælutón og leiðindi þegar kemur að soðna grænmetinu (barátta hvern dag) báðu báðar um meira auk þess sem hún eldri átti vart orð til að lýsa því hvað þetta var ljúffengt.
Svona var grænmetið:
- 1 skrældur rifinn kúrbítur
- 1 fínt skorinn laukur
- 2 smátt rifin hvítlauksrif
- (ofangreindu blandað saman)
- 1 blómkálshaus, hnausarnir brotnir af og raðað ofan á blönduna
- Smá skvetta af eplaediki yfir allt saman
- Álpappír ofan á og inn í ofn við 200°c í um klst.
Þar sem þær hata eldað blómkál en það lá bara ofan á leyfði ég þeim að tína hnausana frá og þá vakti þetta semsagt þvílíka lukku.
Ég er annars sísvöng og alltaf með craving. Held að þetta sé ekki í lagi núorðið. Sumar upplýsingar benda reyndar til þess að það sé það, að meinvirku örverurnar séu í dauðateygjunum að sleppa endalausum eiturefnum út í kerfið mitt sem gera mig svona slappa, sljóa og svaaaaanga... En ég er hvorki viss um að þetta sé í lagi, né um að ég vilji hafa þetta svona. Ég meina, það er dagur 37 og 2 dagar í ársafmæli á GAPS. Ég á ekki við að þetta sé óeðlilegt, bara ekki ásættanlegt. Þarf að skoða þetta betur og finna út hvað ég ætla að gera í þessu.
Hægðir dóttur minnar voru frekar linar í morgun, en samt myndi ég segja eðlilegar. Útbrotin eru hins vegar óðum að ná sér á strik eftir sterabælinguna. Hún er farin að klóra sér talsvert, en þó ekkert enn á við það sem var.
Nýjungar dagsins:
Ég fékk mér eina teskeið af hörfræolíu.
Dóttir mín fékk eina hráa eggjarauðu út í kjötsoðið í morgun.
Matseðillinn góði
Morgunmatur: Ofnsoðnir kjúllaleggir (og soðið grænmeti fyrir mig, nennti ekki að pína það í börnin að þessu sinni)
Hádegismatur: Ofnsoðinn fiskikjúlli með grænmeti
Kvöldmatur: Ofnsoðinn lax með rifnum kúrbít, lauk, hvítlauk og blómkáli
Kjötsoð dagsins: Síðustu dropar sauðasoðs framan af og kjúllasoð seinnipartinn
Hef verið dálítið of lin við að koma soðinu í dóttur mína. Verð að taka mig á.
Barnapían fer í fyrramálið. I'll be on my own... :-o
Wednesday, July 14, 2010
Dagur 37
Tuesday, July 13, 2010
Dagur 36
- Kjötsoð (stig 1)
- Kjöt-, fisk- eða grænmetissúpur (okkur leiðast súpur, þess vegna eru þær aldrei á matseðlinum...) (stig 1)
- Soðið kjöt / fiskur (stig 1)
- Soðið grænmeti (stig 1)
- Engiferte (stig 1)
- Kjöt- og grænmetiskássa (með smá ferskum kryddjurtum) (stig 2)
- Lárpera (stig 3)
- Súrkálssafi (stig 3)
- Eldaður laukur (stig 3)
- Kjötsoð (stig 1)
- Kjöt-, fisk- eða grænmetissúpur (okkur leiðast súpur, þess vegna eru þær aldrei á matseðlinum...) (stig 1)
- Soðið kjöt / fiskur (stig 1)
- Soðið grænmeti (stig 1)
- Engiferte (stig 1)
- Kjöt- og grænmetiskássa (með smá ferskum kryddjurtum) (stig 2)
- Eldaður laukur (stig 3)
Monday, July 12, 2010
Dagur 35
- Sauð spergilkálið og laukinn í potti í smástund.
- Sturtaði öllu saman í skál, soðna grænmetinu, hvítlauknum, graslauknum, saltinu og piparnum.
- Maukaði allt með töfrasprotanum mínum. Mæli ekki með því, hefði notað matvinnsluvél ef ég hefði haft eina slíka við hendina. Töfrasprotinn bræddi nærri því úr sér...
- Mótaði litlar bollur með höndunum.
- Eldaði á tvo vegu: